Andri Rúnar til Vals: Tilfinningin eins og þú sért úti í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 08:00 Andri Rúnar Bjarnason sést hér kominn í Valsbúninginn. Instagram/@valurfotbolti Valsmenn eru komnir með markametshafa í framlínuna fyrir komandi tímabil í Bestu deild eftir að hafa gert samning við Andra Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals Besta deild karla Valur Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals
Besta deild karla Valur Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira