Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deildin snýr aftur og Benidorm á Hlíðar­enda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tottenham sækir AC Milan heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Tottenham sækir AC Milan heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sjö beinar útsendingar á þessum fína þriðjudegi og ber þar líklega hæst að nefna viðureign Vals og Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta og endurkomu Meistaradeildar Evrópu eftir langa pásu.

Við hefjum þó leik úti í Svíþjóð þar sem Ystad tekur á móti Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta, en bæði lið eru í harðri baráttu við Valsmenn um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og hefst klukkan 17:40.

Klukkan 19:15 er svo komið að viðureign Vals og Benidorm í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Valsmenn sitja í fjórða sæti B-riðils, einu stigi fyrir ofan Benidorm, og þurfa á sigri að halda í baráttunni um áðurnefnt sæti í 16-liða úrslitum. Að leik loknum verða sérfræðingar Seinni bylgjunnar svo á svæðinu og gera leikinn upp.

Eins og áður segir snýr Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu aftur þegar AC Milan tekur á móti Tottenham í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:15 og að leik loknum verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Þá verður Lokasóknin á sínum stað á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20:00 þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sports munu án efa gera Ofurskálinni góð skil.

Að lokum hefst lokaumferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO stundvíslega klukkan 19:15 á Stöð 2 eSport og hér á Vísi þar sem Breiðablik og Fylkir mætast annars vegar og LAVA og Viðstöðu hins vegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×