Ég sé skýrar Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:00 Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Það er vegna þess að nú á laugardagskvöldið fórum við mæðgur á danssýninguna Hringrás í Borgarleikhúsinu. Þar er um einleiks verk danshöfundar að ræða og mögnuð túlkun hennar á hringrás mannsins í þessum heimi. Allt frá hreyfingum fósturs í móðurkviði, sárar hríðar við fæðingu barns til bókstaflega flæðandi móðurmjólkur úr brjóstum nýbakaðrar móður. Hið ómálga barn sem dansar svo með móður sinni og þroskast og dafnar, en er háð henni á allan hátt til að eiga von um bjarta framtíð. Þar er það ást og umhyggja foreldra og þeirra bakland sem leggur grunninn að því sem koma skal. Maðurinn er í raun mun háðari foreldum sínum fyrstu árin en aðrar dýrategundir á okkar plánetu. Einstakt hvað listræn túlkun á jafn eðlilegum hlut og meðganga, fæðing og uppeldi getur opnað augu manns sem telur sig vera sérfræðing í fæðingarfræði og nokkuð þokkaleg móðir, amma og uppalandi getur gert. Listir lita tilveru okkar mun meira en við áttum okkur á. Getum við öll reynt að sjá aðeins skýrar ? Hvernig væri að ráðamenn okkar og þeir sem stjórna þessu landi færu að sjá starf sitt og köllun skýrar ? Nú þegar covid er ekki lengur að hefta okkur erum við skömmuð fyrir að hreyfa okkur og það er neyslu okkar að kenna að verðbólgan er á beinni línu upp á við. Bankarnir skila stjarnfærðilegum hagnaði, tölum sem almenningur skilur ekki á meðan þeir rukka fyrir hvert viðvik og jafnvel símtal. Peningar verða ekki til í bönkum er það ? Er ekki sá hagnaður kominn til vegna skulda almennings ? Íslenskt samfélag hefur breystst hratt undanfarin ár við erum nú með mun meiri stéttaskiptingu en var hér áður. Munur milli þeirra sem hafa of mikið og hinna sem berjast í bökkum hefur aldrei verið eins og nú. Hingað hefur flutt fólk erlendis frá, nýbúar sem hafa íslensku sem annað tungumál og vinna mikilvæg störf sem eru ekki alltaf vel metin og launin lág. Fólk sem getur ekki framfleytt sér á lægstu laununum því þau einfaldlega duga ekki til að borga leigu, lán, nauðsynjar og kaupa í matinn. Hvað þá að veita börnum sínum tómstundir , föt eða að fara á sýningar eins og við mæðgur fórum á laugardaginn. Hvernig má það vera að í upphafi árs 2023 þegar lægðir ganga yfir landið á færibandi og veður viðvaranir í öllum regnbogans litum dynja á okkur að við sjáum ekki skýrar. Ég bið þess að ráðamenn og viðsemjendur Eflingar fari að sjá aðeins skýrar og og gangi til samninga við þau án tafar. Það er aðdáunarvert að sjá orku formannsins og trú hennar á að réttlætinu verði fullnægt. Hún má vera eins og hún er og ganga fram af sinni eigin eflingu í trú á betri kjör fyrir þá sem minna mega sín í þessu samfélagi sem við öll tilheyrum. En á sama tíma er það sorglegt að sjá hvernig atvinnurekendur og ráðamenn sjái ekki skýrar ennþá en það gæti gerst þegar lægðunum slotar. Megi listin hjálpa fleirum að sjá skýrar á vormánuðum. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú sé ég starf mitt og köllun skýrar. Það er vegna þess að nú á laugardagskvöldið fórum við mæðgur á danssýninguna Hringrás í Borgarleikhúsinu. Þar er um einleiks verk danshöfundar að ræða og mögnuð túlkun hennar á hringrás mannsins í þessum heimi. Allt frá hreyfingum fósturs í móðurkviði, sárar hríðar við fæðingu barns til bókstaflega flæðandi móðurmjólkur úr brjóstum nýbakaðrar móður. Hið ómálga barn sem dansar svo með móður sinni og þroskast og dafnar, en er háð henni á allan hátt til að eiga von um bjarta framtíð. Þar er það ást og umhyggja foreldra og þeirra bakland sem leggur grunninn að því sem koma skal. Maðurinn er í raun mun háðari foreldum sínum fyrstu árin en aðrar dýrategundir á okkar plánetu. Einstakt hvað listræn túlkun á jafn eðlilegum hlut og meðganga, fæðing og uppeldi getur opnað augu manns sem telur sig vera sérfræðing í fæðingarfræði og nokkuð þokkaleg móðir, amma og uppalandi getur gert. Listir lita tilveru okkar mun meira en við áttum okkur á. Getum við öll reynt að sjá aðeins skýrar ? Hvernig væri að ráðamenn okkar og þeir sem stjórna þessu landi færu að sjá starf sitt og köllun skýrar ? Nú þegar covid er ekki lengur að hefta okkur erum við skömmuð fyrir að hreyfa okkur og það er neyslu okkar að kenna að verðbólgan er á beinni línu upp á við. Bankarnir skila stjarnfærðilegum hagnaði, tölum sem almenningur skilur ekki á meðan þeir rukka fyrir hvert viðvik og jafnvel símtal. Peningar verða ekki til í bönkum er það ? Er ekki sá hagnaður kominn til vegna skulda almennings ? Íslenskt samfélag hefur breystst hratt undanfarin ár við erum nú með mun meiri stéttaskiptingu en var hér áður. Munur milli þeirra sem hafa of mikið og hinna sem berjast í bökkum hefur aldrei verið eins og nú. Hingað hefur flutt fólk erlendis frá, nýbúar sem hafa íslensku sem annað tungumál og vinna mikilvæg störf sem eru ekki alltaf vel metin og launin lág. Fólk sem getur ekki framfleytt sér á lægstu laununum því þau einfaldlega duga ekki til að borga leigu, lán, nauðsynjar og kaupa í matinn. Hvað þá að veita börnum sínum tómstundir , föt eða að fara á sýningar eins og við mæðgur fórum á laugardaginn. Hvernig má það vera að í upphafi árs 2023 þegar lægðir ganga yfir landið á færibandi og veður viðvaranir í öllum regnbogans litum dynja á okkur að við sjáum ekki skýrar. Ég bið þess að ráðamenn og viðsemjendur Eflingar fari að sjá aðeins skýrar og og gangi til samninga við þau án tafar. Það er aðdáunarvert að sjá orku formannsins og trú hennar á að réttlætinu verði fullnægt. Hún má vera eins og hún er og ganga fram af sinni eigin eflingu í trú á betri kjör fyrir þá sem minna mega sín í þessu samfélagi sem við öll tilheyrum. En á sama tíma er það sorglegt að sjá hvernig atvinnurekendur og ráðamenn sjái ekki skýrar ennþá en það gæti gerst þegar lægðunum slotar. Megi listin hjálpa fleirum að sjá skýrar á vormánuðum. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun