Til hamingju með dag íslensks táknmáls! Kristín Lena Þorvaldsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 11:01 Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslenskt táknmál er annað tveggja tungumála sem fjallað er um í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslensku til tjáningar og samskipta og óheimilt er að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar (2. mgr., 13. gr.). Íslenskt táknmál er fyrsta mál um 250-300 manns hér á landi. Töluvert fleira fólk, um 1.000-1.500, talar íslenskt táknmál sem annað mál s.s. í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi, vini, samstarfsfélaga og viðskiptavini. Íslenskt táknmál er minnihlutamál hér á landi og er það bæði ólíkt íslensku, nágrannamáli sínu, og erlendum táknmálum. Samkvæmt fyrrgreindum lögum skal hver sá sem þörf hefur fyrir táknmál eiga þess kost að læra íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnarskerðing eða samþætt sjón- og heyrnarskerðing greinist. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur (2. mgr., 3. gr.). Allt fólk sem greinist með heyrnarskerðingu, allt frá ungabörnum til gamalmenna, skal eiga þess kost að læra íslenskt táknmál. Sá réttur er óháður því hversu mikil heyrnarskerðingin kann að vera eða hvenær hún greinist og óháð því hvort fólk hafi annað mál sem sitt fyrsta mál. Þá eiga börn, foreldrar, systkini, makar og aðrir nánir aðstandendur táknmálsbarna og annars táknmálsfólks sama rétt, óháð því hvert fyrsta mál þeirra er. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er málstöð íslensks táknmáls og heyrir undir Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Samskiptamiðstöð hefur m.a. það hlutverk að kenna íslenskt táknmál. Allt það fólk sem hér að ofan er talið getur leitað til stofnunarinnar eftir táknmálskennslu á ýmsum færnistigum. Þá getur áhugasamur almenningur einnig lært íslenskt táknmál á stofnuninni. Á Samskiptamiðstöð eru einnig stundaðar rannsóknir á íslensku táknmáli, í samstarfi við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn og veitt er táknmálsráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Þegar fólk, bæði börn og fullorðnir, hefur náð tökum á íslensku táknmáli getur það nýtt sér túlkaþjónustu stofnunarinnar þar sem túlkað er á milli íslensku og íslensks táknmáls. Íslenskt táknmál, sem annað mál, er einnig kennt sem valfag við fáeina grunn- og framhaldsskóla og í námsgreininni táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands. Táknmálskennarar Samskiptamiðstöðvar sinna þeirri kennslu að miklu leyti. Þá eru táknmálssvið bæði við Leikskólann Sólborg og Hlíðaskóla í Reykjavík þar sem táknmálsfólk starfar í málumhverfi táknmálsbarna. Ýmis tungumál, bæði raddmál og táknmál, eru töluð hér á landi. Flest þeirra eiga uppruna sinn í stórum málsamfélögum í öðrum löndum heimsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi, þ.e. það á uppruna sinn á Íslandi og er annað tveggja lögvarinna tungumála hér á landi. Íslenskt táknmál á hins vegar undir högg að sækja. Málið er í útrýmingarhættu, m.a. vegna þess að þekking á mikilvægi þess í máluppeldi og menntun heyrnarskertra barna og barna táknmálsfólks er takmörkuð og börnin eru ítrekað svipt rétti sínum til þess að læra íslenskt táknmál á máltökualdri og því að læra málið sem sitt fyrsta mál á skólagöngu sinni. Á undanförnum árum hefur íslenskt samfélag orðið meðvitaðra um stöðu íslenskrar tungu og þá hættu sem að því tungumáli steðjar vegna aukinnar notkunar ensku víða í samfélaginu og samhliða hraðri tækniþróun sem byggir á enskri máltækni. Í Íslandi í dag 27. október sl. sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra það menningarlegt stórslys ef íslenska dæi út, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur heiminn allan. Íslenskt táknmál og sú menning sem er samofin því máli eru einnig menningarverðmæti þessarar þjóðar. Það væri að mínu mati einnig menningarlegt stórslys ef íslenskt táknmál dæi út, ekki aðeins fyrir táknmálsamfélagið á Íslandi, heldur Íslendinga alla og heiminn. Dagurinn í dag, 11. febrúar er hátíðisdagur í táknmálssamfélaginu á Íslandi. Fólk sem tilheyrir ekki táknmálssamfélaginu ætti samt sem áður að geta séð ástæðu til að fagna þessum degi, því hann minnir okkur á þau menningarverðmæti sem felast í tungumálum og mikilvægi þess að varðveita þau sem slík. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun