Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra Geir Sigurðsson skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar