Komu höndum yfir áætlun um yfirtöku Rússa í Moldóvu Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2023 20:06 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í Brussel í dag. AP/Olivier Matthys Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að Úkraínumenn hefðu komist á snoðir um áætlun leyniþjónusta Rússlands sem sneru að því að gera árásir á Moldóvu. Leyniþjónusta Moldóvu hefur staðfest þessar fregnir. Selenskí sagði leiðtogum Evrópusambandsins í dag að áætlun þessi sneri að því að „eyða“ Moldóvu og að hann hefði sagt Maia Sandu, forseta ríkisins, frá þessari áætlun. Selenskí sagði að skjöl sem Úkraínumenn hefðu komið höndum yfir sýni „hver, hvenær og hvernig“ og að Rússar ætluðu sér að ná yfirráðum yfir Moldóvu. Forsetinn sagði áætlunina líkjast því hvernig Rússar hefðu reynt að ná stjórn á Úkraínu en Selenskí sagðist ekki vita til þess að Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefði gefið grænt ljós á áætlunina. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi hafa frá árinu 1992 farið með völd í einu héraði Moldóvu sem kallast Transnistría. Þetta hérað er á landamærum Moldóvu og Úkraínu og þegar Rússar réðust upprunalega inn í Úkraínu í fyrra var útlit fyrir að eitt að markmiðum þeirra væri að tryggja landbrú til Transnistríu, þar sem Rússar hafa um árabilið verið með nokkur hundruð hermenn. AP fréttaveitan segir að eftir ummæli Selenskís hafi leyniþjónusta Moldóvu gefið út yfirlýsingu um að þessar upplýsingar hefðu borist til þeirra og að þeir hefðu fundið ummerki um óvinveittar aðgerðir í Moldóvu sem ætlað væri að grafa undan ríkinu. Í yfirlýsingunni sagði að ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Það myndi koma niður á öryggi ríkisins Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hélt því nýverið fram að Vesturlönd ætluðu sér að gera Moldóvu að „annarri Úkraínu“. Hann sagði Vesturlönd bera ábyrgð á kosningu Sandu og að hún vildi að Moldóva gengi inn í Atlantshafsbandalagið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Moldóva Hernaður Tengdar fréttir Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58 Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Ráðamenn í Úkraínu búast við umfangsmiklum árásum Rússa í austurhluta landsins á næstu vikum. Þeir segja Rússa hafa komið tugum og jafnvel hundruð þúsund hermönnum fyrir á svæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur með því að senda hermenn fram í bylgjum. 8. febrúar 2023 23:06 Órjúfanleg vinátta þjóðanna tveggja Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Bretlands í dag og fundaði með forsætisráðherra og konungi landsins. Þá ávarpaði hann breska þingið og þakkaði því stuðning í baráttunni við Rússa. 8. febrúar 2023 20:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Selenskí sagði leiðtogum Evrópusambandsins í dag að áætlun þessi sneri að því að „eyða“ Moldóvu og að hann hefði sagt Maia Sandu, forseta ríkisins, frá þessari áætlun. Selenskí sagði að skjöl sem Úkraínumenn hefðu komið höndum yfir sýni „hver, hvenær og hvernig“ og að Rússar ætluðu sér að ná yfirráðum yfir Moldóvu. Forsetinn sagði áætlunina líkjast því hvernig Rússar hefðu reynt að ná stjórn á Úkraínu en Selenskí sagðist ekki vita til þess að Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefði gefið grænt ljós á áætlunina. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi hafa frá árinu 1992 farið með völd í einu héraði Moldóvu sem kallast Transnistría. Þetta hérað er á landamærum Moldóvu og Úkraínu og þegar Rússar réðust upprunalega inn í Úkraínu í fyrra var útlit fyrir að eitt að markmiðum þeirra væri að tryggja landbrú til Transnistríu, þar sem Rússar hafa um árabilið verið með nokkur hundruð hermenn. AP fréttaveitan segir að eftir ummæli Selenskís hafi leyniþjónusta Moldóvu gefið út yfirlýsingu um að þessar upplýsingar hefðu borist til þeirra og að þeir hefðu fundið ummerki um óvinveittar aðgerðir í Moldóvu sem ætlað væri að grafa undan ríkinu. Í yfirlýsingunni sagði að ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Það myndi koma niður á öryggi ríkisins Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hélt því nýverið fram að Vesturlönd ætluðu sér að gera Moldóvu að „annarri Úkraínu“. Hann sagði Vesturlönd bera ábyrgð á kosningu Sandu og að hún vildi að Moldóva gengi inn í Atlantshafsbandalagið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Moldóva Hernaður Tengdar fréttir Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58 Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Ráðamenn í Úkraínu búast við umfangsmiklum árásum Rússa í austurhluta landsins á næstu vikum. Þeir segja Rússa hafa komið tugum og jafnvel hundruð þúsund hermönnum fyrir á svæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur með því að senda hermenn fram í bylgjum. 8. febrúar 2023 23:06 Órjúfanleg vinátta þjóðanna tveggja Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Bretlands í dag og fundaði með forsætisráðherra og konungi landsins. Þá ávarpaði hann breska þingið og þakkaði því stuðning í baráttunni við Rússa. 8. febrúar 2023 20:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Alræmdur málaliðaforingi skotinn í höfuðið á stuttu færi Hinn alræmdi herforingi og málaliði Igor Mangushev er látinn eftir að hafa verið skotinn í höfuðið af stuttu færi við varðstöð í Kadiivka. Eiginkona hans segir um aftöku að ræða og ýjað hefur verið að því að yfirmaður Wagner-hópsins hafi fyrirskipað morðið. 9. febrúar 2023 08:58
Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu Ráðamenn í Úkraínu búast við umfangsmiklum árásum Rússa í austurhluta landsins á næstu vikum. Þeir segja Rússa hafa komið tugum og jafnvel hundruð þúsund hermönnum fyrir á svæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur með því að senda hermenn fram í bylgjum. 8. febrúar 2023 23:06
Órjúfanleg vinátta þjóðanna tveggja Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Bretlands í dag og fundaði með forsætisráðherra og konungi landsins. Þá ávarpaði hann breska þingið og þakkaði því stuðning í baráttunni við Rússa. 8. febrúar 2023 20:00