Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 91-104 | Allt annað að sjá ÍR-inga Sæbjörn Þór Steinke skrifar 9. febrúar 2023 20:55 ÍR vann góðan sigur í Smáranum. vísir/bára dröfn ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Subway-deild karla þegar þeir heimsóttu Breiðablik í 16. umferð deildarinnar í kvöld. ÍR-ingar fóru með þrettán stiga sigur úr Smáranum, 91-104 lokatölur. Breiðablik leiddi 15-13 en í kjölfarið voru gestirnir í raun með öll völd á vellinum. Taylor Jones var illviðráðanlegur í fyrri hálfleik og réðu heimamenn illa við þann bandaríska hjá gestunum. Sóknarleikur ÍR var vel smurður á móti lágvöxnum Blikum og nýttu ÍR-ingar sér stærð og styrk Jones vel. Mikið pláss myndaðist í kringum hann og menn voru að tengja vel saman. ÍR leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta og fimmtán stigum í hálfleik. Minna sást af Jones í seinni hálfleik en þá dreifðist stigaskorið nokkuð jafnt yfir hina í liðinu. Blikar eru þekktir fyrir hraðan bolta og stuttar sóknir. Slíkur leikstíll hentar afskaplega vel þegar skotin fara ofan í en það virtist vera lok á körfunni þegar þeir slepptu boltanum í átt að henni fyrir aftan þriggja stiga línuna. Skotvalið var oft ekkert frábært en gestirnir voru líka sjaldan að skilja skyttur eftir galopnar. ÍR-ingar héldu forskotinu í tveggja stafa tölu út leikinn og unnu sinn annan sigur í röð. Þeir voru frábærlega studdir af stuðningssveit sinni, Ghetto Hooligans, sem styður við sín menn í blíðu jafnt sem stríðu. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og kryddar heldur betur þá upplifun að mæta á leikinn. ÍR-ingar eru komnir með tvo sigra í röð og er talsvert bjartara yfir öllu í kringum liðið heldur en fyrir rúmri viku síðan. Breiðablik hefur tapað tveimur leikjum í röð og vonast Blikar eftir því að þeirra versti skotleikur í vetur hafi verið í kvöld. Af hverju vann ÍR? Baráttan var meiri hjá gestunum, mikill liðsbolti spilaður, aukasendingin sást oft og liðið virkaði eins og vel smurð vél. ÍR-ingar hittu ekkert frábærlega en þeir tóku sextán fleiri fráköst sem telur talsvert. Það er miklu meiri andi í kringum liðið heldur en var fyrir ekki svo löngu síðan, Taylor Jones er búinn að rífa sig í gang og menn eru samstilltari á verkefnið en þeir voru fyrir sigurleikina tvo. Hvað gekk illa? Skotin voru ekki að detta hjá Blikum fyrr en of seint í leiknum og þegar sóknarfráköstin eru ekki fleiri en átta verður alltaf erfitt að vinna leiki. Breiðablik var þá ekki heldur að ná að ráðast á andstæðingana og senda boltann á næsta mann sem kláraði. Stoðsendingarnar voru einungis tíu, rúmlega helmingi færri en hjá ÍR, sem gefur til kynna að flæðið á boltanum var takmarkað og of mikið um einstaklingsframtök. Danero Thomas átti svo slakan leik fram í fjórða leikhluta að Ghetto Hooligans voru farnir að syngja að Danero væri með ÍR í liði. Það skal tekið fram að í kjölfar þess lagaði Danero aðeins sína tölfræði. Hverjir stóðu upp úr? ÍR fékk 36 stig af bekknum. Hákon Örn Hjálmarsson endaði stigahæstur og hitti oft á tíðum úr mikilvægum skotum. Ragnar Örn Bragason og Sæþór Elmar Kristjánsson komu einnig með öflugt framlag af bekknum. Collin Pryor var frábær í því að finna laus svæði í kringum körfuna og nýta sér þau og Taylor Jones endaði með átján stig, sautján fráköst, sjö stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Hjá Blikum voru þeir Everage Richardson og Jeremy Smith atkvæðamestir. Hvað gerist næst? Breiðablik fer til Njarðvíkur eftir viku og ÍR tekur á móti Haukum. „Til hvers að vera reiður eða pirraður við strákana?“ Pétur Ingvarsson á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var hinn rólegasti þrátt fyrir sannfærandi tap gegn ÍR í kvöld. Pétur er svo sem ekki þekktur fyrir að æsa sig mikið í viðtölum, sama hvernig leikirnir fara, og hélt þeim takti áfram í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur, það var nú bara svolítið svoleiðis. Við hefðum þurft að hitta betur, spila hraðar í sókninni og þétta aðeins í sókninni. Eins og við spiluðum þá hefðum við alveg eins getað tapað þessu með 30.“ Á einum tímapunkti var þriggja stiga nýting Breiðabliks einungis níu prósent [2 af 22]. Er það versta nýting sem Pétur hefur séð? „Frá þessu liði? Ég man það ekki. Það er náttúrulega erfitt að vinna leiki þegar maður hittir ekki neitt.“ Julio De Assis var ekki með Blikum í kvöld. Pétur er á því að það hafi haft mikið að segja. „Klárlega, sérstaklega þegar við lendum í villuvandræðum. Þá þarf ég að þjösnast mikið á sömu mönnunum. Við erum ekki það breiðir, og sérstaklega ekki í hans stöðu.“ Julio er meiddur aftan í kálfa og Pétur vonast til að hann verði með í næsta leik. „Við byrjuðum ágætlega þriðja leikhluta, spiluðum ágætis vörn en þá bara hittum við ekki neitt. Í fjórða leikhluta hittum við eitthvað aðeins en þá var það aðeins of seint. Við höfðum möguleika á minnka muninn niður í níu stig en þá klikkar Sigurður úr tveimur vítaskotum. Sálfræðilega hefði það verið sterkt að koma muninum úr tveggja stafa tölu. Það tókst ekki því miður.“ „Til hvers að vera reiður eða pirraður við strákana eftir leik? Ég verð bara pirraður á því sjálfur. Það leysist ekkert með því að ég gargi. Þetta eru fullorðnir menn og það þarf að tala við þá eins og slíka, ekki að garga á þá eins og ég veit ekki hvað.“ Pétur var eins og Ísak spurður út í stuðninginn úr stúkunni. Ghetto Hoolingans studdu vel við gestina og ekkert er hægt að setja út á þá sem studdu við Blikana. En hefðu það ekki mátt vera fleiri? „Jú jú, en þetta hefur verið svona hjá okkur. Við reynum að stjórna því sem við getum inná vellinum. Við stjórnum ekki því sem er í stúkunni. Að sjálfsögðu væri gaman að hafa fleiri og meiri stuðning. En það var allavega ekki í dag.“ „En flott hjá ÍR-ingum, þeir þurftu á þessu að halda. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Pétur. Subway-deild karla Breiðablik ÍR
ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Subway-deild karla þegar þeir heimsóttu Breiðablik í 16. umferð deildarinnar í kvöld. ÍR-ingar fóru með þrettán stiga sigur úr Smáranum, 91-104 lokatölur. Breiðablik leiddi 15-13 en í kjölfarið voru gestirnir í raun með öll völd á vellinum. Taylor Jones var illviðráðanlegur í fyrri hálfleik og réðu heimamenn illa við þann bandaríska hjá gestunum. Sóknarleikur ÍR var vel smurður á móti lágvöxnum Blikum og nýttu ÍR-ingar sér stærð og styrk Jones vel. Mikið pláss myndaðist í kringum hann og menn voru að tengja vel saman. ÍR leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta og fimmtán stigum í hálfleik. Minna sást af Jones í seinni hálfleik en þá dreifðist stigaskorið nokkuð jafnt yfir hina í liðinu. Blikar eru þekktir fyrir hraðan bolta og stuttar sóknir. Slíkur leikstíll hentar afskaplega vel þegar skotin fara ofan í en það virtist vera lok á körfunni þegar þeir slepptu boltanum í átt að henni fyrir aftan þriggja stiga línuna. Skotvalið var oft ekkert frábært en gestirnir voru líka sjaldan að skilja skyttur eftir galopnar. ÍR-ingar héldu forskotinu í tveggja stafa tölu út leikinn og unnu sinn annan sigur í röð. Þeir voru frábærlega studdir af stuðningssveit sinni, Ghetto Hooligans, sem styður við sín menn í blíðu jafnt sem stríðu. Stuðningurinn í kvöld var magnaður og kryddar heldur betur þá upplifun að mæta á leikinn. ÍR-ingar eru komnir með tvo sigra í röð og er talsvert bjartara yfir öllu í kringum liðið heldur en fyrir rúmri viku síðan. Breiðablik hefur tapað tveimur leikjum í röð og vonast Blikar eftir því að þeirra versti skotleikur í vetur hafi verið í kvöld. Af hverju vann ÍR? Baráttan var meiri hjá gestunum, mikill liðsbolti spilaður, aukasendingin sást oft og liðið virkaði eins og vel smurð vél. ÍR-ingar hittu ekkert frábærlega en þeir tóku sextán fleiri fráköst sem telur talsvert. Það er miklu meiri andi í kringum liðið heldur en var fyrir ekki svo löngu síðan, Taylor Jones er búinn að rífa sig í gang og menn eru samstilltari á verkefnið en þeir voru fyrir sigurleikina tvo. Hvað gekk illa? Skotin voru ekki að detta hjá Blikum fyrr en of seint í leiknum og þegar sóknarfráköstin eru ekki fleiri en átta verður alltaf erfitt að vinna leiki. Breiðablik var þá ekki heldur að ná að ráðast á andstæðingana og senda boltann á næsta mann sem kláraði. Stoðsendingarnar voru einungis tíu, rúmlega helmingi færri en hjá ÍR, sem gefur til kynna að flæðið á boltanum var takmarkað og of mikið um einstaklingsframtök. Danero Thomas átti svo slakan leik fram í fjórða leikhluta að Ghetto Hooligans voru farnir að syngja að Danero væri með ÍR í liði. Það skal tekið fram að í kjölfar þess lagaði Danero aðeins sína tölfræði. Hverjir stóðu upp úr? ÍR fékk 36 stig af bekknum. Hákon Örn Hjálmarsson endaði stigahæstur og hitti oft á tíðum úr mikilvægum skotum. Ragnar Örn Bragason og Sæþór Elmar Kristjánsson komu einnig með öflugt framlag af bekknum. Collin Pryor var frábær í því að finna laus svæði í kringum körfuna og nýta sér þau og Taylor Jones endaði með átján stig, sautján fráköst, sjö stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Hjá Blikum voru þeir Everage Richardson og Jeremy Smith atkvæðamestir. Hvað gerist næst? Breiðablik fer til Njarðvíkur eftir viku og ÍR tekur á móti Haukum. „Til hvers að vera reiður eða pirraður við strákana?“ Pétur Ingvarsson á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var hinn rólegasti þrátt fyrir sannfærandi tap gegn ÍR í kvöld. Pétur er svo sem ekki þekktur fyrir að æsa sig mikið í viðtölum, sama hvernig leikirnir fara, og hélt þeim takti áfram í kvöld. „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur, það var nú bara svolítið svoleiðis. Við hefðum þurft að hitta betur, spila hraðar í sókninni og þétta aðeins í sókninni. Eins og við spiluðum þá hefðum við alveg eins getað tapað þessu með 30.“ Á einum tímapunkti var þriggja stiga nýting Breiðabliks einungis níu prósent [2 af 22]. Er það versta nýting sem Pétur hefur séð? „Frá þessu liði? Ég man það ekki. Það er náttúrulega erfitt að vinna leiki þegar maður hittir ekki neitt.“ Julio De Assis var ekki með Blikum í kvöld. Pétur er á því að það hafi haft mikið að segja. „Klárlega, sérstaklega þegar við lendum í villuvandræðum. Þá þarf ég að þjösnast mikið á sömu mönnunum. Við erum ekki það breiðir, og sérstaklega ekki í hans stöðu.“ Julio er meiddur aftan í kálfa og Pétur vonast til að hann verði með í næsta leik. „Við byrjuðum ágætlega þriðja leikhluta, spiluðum ágætis vörn en þá bara hittum við ekki neitt. Í fjórða leikhluta hittum við eitthvað aðeins en þá var það aðeins of seint. Við höfðum möguleika á minnka muninn niður í níu stig en þá klikkar Sigurður úr tveimur vítaskotum. Sálfræðilega hefði það verið sterkt að koma muninum úr tveggja stafa tölu. Það tókst ekki því miður.“ „Til hvers að vera reiður eða pirraður við strákana eftir leik? Ég verð bara pirraður á því sjálfur. Það leysist ekkert með því að ég gargi. Þetta eru fullorðnir menn og það þarf að tala við þá eins og slíka, ekki að garga á þá eins og ég veit ekki hvað.“ Pétur var eins og Ísak spurður út í stuðninginn úr stúkunni. Ghetto Hoolingans studdu vel við gestina og ekkert er hægt að setja út á þá sem studdu við Blikana. En hefðu það ekki mátt vera fleiri? „Jú jú, en þetta hefur verið svona hjá okkur. Við reynum að stjórna því sem við getum inná vellinum. Við stjórnum ekki því sem er í stúkunni. Að sjálfsögðu væri gaman að hafa fleiri og meiri stuðning. En það var allavega ekki í dag.“ „En flott hjá ÍR-ingum, þeir þurftu á þessu að halda. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Pétur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti