Arion hagnaðist um fimm milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 23:47 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Arion banki hagnaðist um rúma fimm milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Á sama tímabili árið 2021 var hagnaðurinn rúmir 6,5 milljarðar króna. Hagnaður á hlut var 3,44 krónur en á fjórða ársfjórðungi 2021 var hann 4,26. Arion varði 32,3 milljörðum króna í arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa á síðasta ári. Þá leggur stjórn bankans til að greiddur verði 8,5 krónu arður á hlut, sem samsvarar um 12,5 milljörðum króna. Heildareignir bankans voru 1.470 milljarðar króna í lok árs 2022, samanborið við 1.314 milljarða í lok 2021. Lán til viðskiptavina jukust um 15,9 prósent á síðasta ári. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um ársfjórðungsuppgjörið hér á vef Arion banka. Benedikt Gíslason, bankastjóri, segir í yfirlýsingu sem fylgir uppgjörinu að starfsemi bankans hefði gengið vel á síðasta ári, þrátt fyrir krefjandi aðstæður. „Orkuverð hefur hækkað og verðbólga náð sjaldséðum hæðum í mörgum af okkar nágrannalöndum. Ísland er vissulega fjarri stríðsátökunum en við höfum ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem þeim fylgir. Engu að síður var þróttur í íslensku efnahagslífi á árinu og útlit fyrir að hagvöxtur verði um 6-7%, meðal annars í krafti þess að við erum að miklu leyti sjálfbær í orkumálum með okkar grænu vatnsorku og jarðvarma. Arðsemi Arion banka á árinu 2022 var góð og yfir arðsemismarkmiði okkar. Vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi, sem bankinn hefur skilgreint sem sínar kjarnatekjur, hækkuðu um 17,5%, en krefjandi markaðsaðstæður leiddu til þess að fjármagnstekjur bankans voru neikvæðar um þrjá milljarða. Staða bankans er áfram mjög sterk og eiginfjár- og lausafjárhlutföll vel yfir markmiðum bankans. Tillaga er gerð um 12,5 ma.kr. arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2022 og bankinn heldur áfram með endurkaup á eigin bréfum, sem er í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans,“ segir Benedikt. Arion banki Íslenskir bankar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hagnaður á hlut var 3,44 krónur en á fjórða ársfjórðungi 2021 var hann 4,26. Arion varði 32,3 milljörðum króna í arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa á síðasta ári. Þá leggur stjórn bankans til að greiddur verði 8,5 krónu arður á hlut, sem samsvarar um 12,5 milljörðum króna. Heildareignir bankans voru 1.470 milljarðar króna í lok árs 2022, samanborið við 1.314 milljarða í lok 2021. Lán til viðskiptavina jukust um 15,9 prósent á síðasta ári. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um ársfjórðungsuppgjörið hér á vef Arion banka. Benedikt Gíslason, bankastjóri, segir í yfirlýsingu sem fylgir uppgjörinu að starfsemi bankans hefði gengið vel á síðasta ári, þrátt fyrir krefjandi aðstæður. „Orkuverð hefur hækkað og verðbólga náð sjaldséðum hæðum í mörgum af okkar nágrannalöndum. Ísland er vissulega fjarri stríðsátökunum en við höfum ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem þeim fylgir. Engu að síður var þróttur í íslensku efnahagslífi á árinu og útlit fyrir að hagvöxtur verði um 6-7%, meðal annars í krafti þess að við erum að miklu leyti sjálfbær í orkumálum með okkar grænu vatnsorku og jarðvarma. Arðsemi Arion banka á árinu 2022 var góð og yfir arðsemismarkmiði okkar. Vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi, sem bankinn hefur skilgreint sem sínar kjarnatekjur, hækkuðu um 17,5%, en krefjandi markaðsaðstæður leiddu til þess að fjármagnstekjur bankans voru neikvæðar um þrjá milljarða. Staða bankans er áfram mjög sterk og eiginfjár- og lausafjárhlutföll vel yfir markmiðum bankans. Tillaga er gerð um 12,5 ma.kr. arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2022 og bankinn heldur áfram með endurkaup á eigin bréfum, sem er í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans,“ segir Benedikt.
Arion banki Íslenskir bankar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira