Segir undir Heimi komið hvort Greenwood verði boðið sæti í landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:01 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins segist munu taka Mason Greenwood opnum örmum velji hann að spila fyrir jamaíska landsliðið í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Jamaíka. Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Sjá meira
Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Sjá meira