Segir undir Heimi komið hvort Greenwood verði boðið sæti í landsliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:01 Mason Greenwood er uppalinn leikmaður Manchester United og var talinn vonarstjarna hjá liðinu og enska landsliðinu. Getty/Marc Atkins Framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins segist munu taka Mason Greenwood opnum örmum velji hann að spila fyrir jamaíska landsliðið í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson er þjálfari Jamaíka. Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Mál Mason Greenwood hefur verið í brennidepli að undanförnu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood var hnepptur í varðhald eftir ákæru 15. október á síðasta ári. Fyrrum kærasta Greenwood birti snemma árs í fyrra myndbönd og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni með yfirskriftinni: „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“ Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og konuna með sprungna vör. Hljóðbrotið sem hún birti var sagt vera af atviki þar sem Greenwood hefði þvingað hana til samræðis. Nú hafa allar ákærur á hendur honum hins vegar verið felldar niður eftir að lykilvitni dró framburð sinn til baka. Manchester United gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Greenwood myndi hvorki æfa né spila með United þar til félagið hafi lokið sinni eigin rannsókn á málinu en margir stuðningsmenn hafa lýst yfir vanþóknun sinni á því að hann snúi aftur til félagsins. „Ef þjálfarinn velur hann yrði hann boðinn velkominn“ Nú hefur framkvæmdastjóri jamaíska knattspyrnusambandsins hins vegar tjáð sig um málið. Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka og væri gjaldgengur í landslið þjóðarinnar þrátt fyrir að hafa leikið einn leik fyrir enska landsliðið, einmitt gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Í frétt Jamaica Observer kemur fram að jamaíska sambandið hafi í nokkur skipti haft samband við Greenwood með það fyrir augum að velja hann í landsliðshópinn en hann ávallt neitað. Heimir Hallgrímsson er núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka en hann tók við liðinu í september síðastliðnum. Framkvæmdastjóri knattspyrnusambandsins segir hins vegar að sambandið myndi bjóða Greenwood velkominn þar sem hann sé leikmaður í hæsta gæðaflokki. „Ég held að við myndum ekki loka dyrunum á hann, en þetta er ákvörðun sem þjálfarinn þarf að taka. Ef þjálfarinn velur hann þá yrði hann boðinn velkominn af okkur,“ sagði Dennis Chung í viðtali við Jamaica Observer. „Hann er frábær leikmaður en þetta er allt undir þjálfaranum komið og ef þjálfaranum finnst að hann ætti að vera valinn þá er það hans ákvörðun. Hann er aðeins tuttugu og eins árs og á bjarta framtíð fyrir sér. Ég held að hann myndi bæta öll lið sem hann væri í.“ Þrátt fyrir að mál Greenwood hafi verið fellt niður eru margir sem taka því með fyrirvara enda hafi hljóðupptökur og myndir sýnt að eitthvað hafi gengið á í samskiptum Greenwood við sína fyrrum kærustu. Chung er ekki einn þeirra miðað við ummæli hans í Jamaica Observer. „Hann hefur verið sýknaður af dómstólnum og ef hann hefur verið sýknaður þá eru þeir að segja að hann sé saklaus. Þannig að mér finnst þetta vera undir þjálfaranum komið.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira