Fimmta meðferðin varð til þess að stóri draumurinn rættist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 12:36 Dóra stendur á tímamótum og fagnar áfanganum. Dóra Jó Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri og leikari, segist vita það fyrir víst að hafði hún ekki hafið sína fimmtu meðferð fyrir þremur árum hefði draumur hennar um að leikstýra Skaupinu einn daginn aldrei orðið að veruleika. Dóra fagnar þremur árum edrú í dag. „Þvílíkt ferðalag! Það óskar sér enginn að vera með fíknisjúkdóm og fyrir 3 árum var ég á mjög slæmum stað, orðin mjög veik. Vinkona mín Dóra Einarsdóttir minnti mig nýlega á að á þessum degi fyrir 3 árum sagði ég henni buguð og brotin á leið í fimmtu meðferðina að mig dreymdi um að leikstýra Skaupinu einn daginn,“ segir Dóra. „Ég veit það fyrir víst að ég hefði aldrei getað uppfyllt þann draum ef ég hefði ekki náð að verða edrú.“ Dóra segist í bata í dag og deilir með fylgjendum sínum á Facebook hvað hafi hjálpað henni í baráttunni. Nefnir hún tólf spora samtök með ókeypis og stórkostleg prógrömm fyrir þá sem glíma við fíkn eða meðvirkni. „SÁÁ, Vogur og Vík gerðu mikið fyrir mig og loks meðferðin í Svíþjóð, sem er því miður búið að loka. Eftir það fór ég í endurhæfingu sem var mér nauðsynlegt enda skilur neysla mann eftir með mjög laskað taugakerfi.“ Þá segist hún hafa eytt fúlgum fjár í sálfræðiþjónustu sem hún viti að sé ekki á allra færi. En það sé nauðsynlegt fyrir hana að vinna sig úr áföllum. „Í dag sé ég skýr tengsl milli áfallastreitu, meðvirkni, athyglisbrests og fíknisjúkdóma. Lykillinn að bata mínum í dag er að fylgja innsæinu, biðja um hjálp, hlusta á þarfir mínar, vera með skýr mörk og sjálfsvirði sem ég set ekki í hendur annarra og nærandi tenging við annað fólk.“ Dóra vonast til að geta haldið áfram að vaxa og þroskast til að geta verið til staðar fyrir aðra. „Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú og fá að upplifa skýrt þetta fáránlega fyndna, fallega og sorglega ferðalag sem lífið er.“ SÁÁ Áfengi og tóbak Áramótaskaupið Fíkn Tengdar fréttir „Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
„Þvílíkt ferðalag! Það óskar sér enginn að vera með fíknisjúkdóm og fyrir 3 árum var ég á mjög slæmum stað, orðin mjög veik. Vinkona mín Dóra Einarsdóttir minnti mig nýlega á að á þessum degi fyrir 3 árum sagði ég henni buguð og brotin á leið í fimmtu meðferðina að mig dreymdi um að leikstýra Skaupinu einn daginn,“ segir Dóra. „Ég veit það fyrir víst að ég hefði aldrei getað uppfyllt þann draum ef ég hefði ekki náð að verða edrú.“ Dóra segist í bata í dag og deilir með fylgjendum sínum á Facebook hvað hafi hjálpað henni í baráttunni. Nefnir hún tólf spora samtök með ókeypis og stórkostleg prógrömm fyrir þá sem glíma við fíkn eða meðvirkni. „SÁÁ, Vogur og Vík gerðu mikið fyrir mig og loks meðferðin í Svíþjóð, sem er því miður búið að loka. Eftir það fór ég í endurhæfingu sem var mér nauðsynlegt enda skilur neysla mann eftir með mjög laskað taugakerfi.“ Þá segist hún hafa eytt fúlgum fjár í sálfræðiþjónustu sem hún viti að sé ekki á allra færi. En það sé nauðsynlegt fyrir hana að vinna sig úr áföllum. „Í dag sé ég skýr tengsl milli áfallastreitu, meðvirkni, athyglisbrests og fíknisjúkdóma. Lykillinn að bata mínum í dag er að fylgja innsæinu, biðja um hjálp, hlusta á þarfir mínar, vera með skýr mörk og sjálfsvirði sem ég set ekki í hendur annarra og nærandi tenging við annað fólk.“ Dóra vonast til að geta haldið áfram að vaxa og þroskast til að geta verið til staðar fyrir aðra. „Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú og fá að upplifa skýrt þetta fáránlega fyndna, fallega og sorglega ferðalag sem lífið er.“
SÁÁ Áfengi og tóbak Áramótaskaupið Fíkn Tengdar fréttir „Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
„Bjóst aldrei við svona góðum viðbrögðum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikstjóri áramótaskaupsins árið 2022, segist alls ekki hafa átt von á jafn góðum viðbrögðum við skaupinu og raun ber vitni. Hún segir ferlið hafa gengið einstaklega vel en um er að ræða hennar fyrsta leikstjórnarverkefni. 1. janúar 2023 12:53
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp