Sjáðu þegar James sló metið og allt trylltist Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 07:30 Hlé var gert á leiknum þegar LeBron James bætti stigametið og hann fékk að fagna með dóttur sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir framan aragrúa ljósmyndara. AP/Ashley Landis LeBron James varð í nótt stigahæsti leikmaður í allri sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar hann skoraði 38 stig fyrir Los Angeles Lakers í 133-130 tapi gegn Oklahoma City Thunder. James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023 NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Sjá meira
James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023
NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Tryggvi með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Sjá meira