Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 19:00 Gaziantep er ein þeirra borga í Tyrklandi þar sem þriggja mánaða neyðarástandi hefur verið lýst yfir. AP/Mustafa Karali Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í tíu borgum landsins. Meðal þeirra er borgin Iskenderun. Höfn borgarinnar hefur staðið í ljósum logum frá því í gær en eldurinn er talinn eiga upptök sín í gámum sem færðust til. Landsbjörg ákvað í dag að senda níu manna teymi sérfræðinga til að aðstoða við björgunarstarf. Upphaflega stóð til að fljúga með TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar, en vegna veðurs var ákveðið að fljúga með Boeing 737-MAX farþegaþotu Icelandair. Flogið verður frá Keflavík til Tyrklands í kvöld. Gisti í skóla í nótt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Hún varði nóttinni í skólabyggingu í borginni, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Hún segir fólk bíða þess að stjórnvöld greini frá því hvort enn sé hætta á stórum skjálftum. „Þá er eftir að skoða hvenær við fáum að fara heim,“ segir Eygló í samtali við fréttastofu. Aðgengi að vatni og rafmagni á svæðinu sé ekki gott. „Hér til dæmis eru örfá tengi sem virka. Nú er verið að ná í gas. Og með salernin, þú veist, það er ekkert vatn.“ Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún segir samstöðu fólksins í borginni ótrúlega.Aðsend Fólk sé allt af vilja gert til að hjálpa hvort öðru, bæði Tyrkjum jafnt sem útlendingum. „En í mörgum öðrum löndum er ekki svona mikill velvilji þegar kemur að því að taka á móti útlendingum. Hér er búið að taka svoleiðis utan um mig. Ég er vön að bjarga mér, en það er ekki spurning, fólk er yndislegt.“ Náttúruhamfarir Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í tíu borgum landsins. Meðal þeirra er borgin Iskenderun. Höfn borgarinnar hefur staðið í ljósum logum frá því í gær en eldurinn er talinn eiga upptök sín í gámum sem færðust til. Landsbjörg ákvað í dag að senda níu manna teymi sérfræðinga til að aðstoða við björgunarstarf. Upphaflega stóð til að fljúga með TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar, en vegna veðurs var ákveðið að fljúga með Boeing 737-MAX farþegaþotu Icelandair. Flogið verður frá Keflavík til Tyrklands í kvöld. Gisti í skóla í nótt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Hún varði nóttinni í skólabyggingu í borginni, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Hún segir fólk bíða þess að stjórnvöld greini frá því hvort enn sé hætta á stórum skjálftum. „Þá er eftir að skoða hvenær við fáum að fara heim,“ segir Eygló í samtali við fréttastofu. Aðgengi að vatni og rafmagni á svæðinu sé ekki gott. „Hér til dæmis eru örfá tengi sem virka. Nú er verið að ná í gas. Og með salernin, þú veist, það er ekkert vatn.“ Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún segir samstöðu fólksins í borginni ótrúlega.Aðsend Fólk sé allt af vilja gert til að hjálpa hvort öðru, bæði Tyrkjum jafnt sem útlendingum. „En í mörgum öðrum löndum er ekki svona mikill velvilji þegar kemur að því að taka á móti útlendingum. Hér er búið að taka svoleiðis utan um mig. Ég er vön að bjarga mér, en það er ekki spurning, fólk er yndislegt.“
Náttúruhamfarir Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46
Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40