Lífið

Mynda­veisla: Spennan jókst þegar í ljós kom að að­eins tveir kepp­endur kæmust í úr­slita­þáttinn

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og standa nú aðeins tveir keppendur eftir sem berjast um sigursætið.
Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og standa nú aðeins tveir keppendur eftir sem berjast um sigursætið. STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON

Undanúrslit Idol fóru fram á föstudaginn og var spennan gríðarleg. Þegar í ljós kom að það væri ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim, heldur tveir, jókst spennan umtalsvert.

Það voru þau Símon Grétar, Kjalar, Saga Matthildur og Bía sem stigu á svið og kepptust um sæti í úrslitaþættinum. Hver keppandi flutti tvö lög, eitt íslenskt og eitt gamalt og gott.

Þegar allir keppendur höfðu lokið við flutning sinn stigu þeir Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór á svið og frumfluttu nýja lagið sitt „Vinn við það“.

Andrúmsloftið varð rafmagnað þegar tilkynnt var að aðeins tveir keppendur kæmust áfram í úrslitaþáttinn. Að símakosningu lokinni varð það ljóst að Idol ævintýri Bíu og Símons Grétars væri á enda. Það eru því þau Kjalar og Saga Matthildur sem keppa um sigursætið á föstudaginn.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá kvöldinu.

Það er alltaf jafn forvitnilegt að sjá hverju dómararnir klæðast á föstudagskvöldum.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Símon Grétar flutti lagið Vangaveltur með Herra Hnetusmjör.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Herra Hnetusmjör varð fyrir vonbrigðum með flutninginn en það er ekki annað hægt en að dást að Símoni fyrir að fara vel út fyrir boxið.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Kjalar flutti lagið Dakíri eftir Tómas R. Einarsson.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Salurinn trylltist þegar Kjalar stóð upp frá píanóinu og tók nokkur dansspor.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Bía tók lagið Í síðasta skipti með Friðriki Dór.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Bía er stærsti aðdáandi Friðriks Dórs og trylltist þegar hann kom henni á óvart á föstudaginn.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Saga Matthildur flutti lagið Ekkert sem breytir því.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Saga steig á svið með bera bumbuna eins og Idol dómarinn Bríet hafði kallað eftir.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Idol hljómsveitin stórkostlega.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Herra Hnetusmjör brá sér úr dómarasætinu í nokkrar mínútur.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór frumfluttu lagið „Vinn við það“ sem kom út á föstudaginn.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Seinna lag Símons var lagið Under the Bridge með Red Hot Chili Peppers.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Frammistaða Símons var stórkostleg.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Seinna lag Kjalars var lagið Einhvers staðar einhvern tímann aftur með Mannakornum.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Kjalar var eins og sannkölluð stjarna á sviðinu.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Seinna lag Bíu var lagið Dreams með Fleetwood Mac.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Lagið var nokkuð lágstemmdara en þau sem Bía hefur flutt hingað til og var gaman að sjá nýja hlið á henni.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Seinna lag Sögu var lagið Feeling Good með Nina Simone.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Sannkallaður gæsahúðarflutningur þar sem Saga fékk sannarlega að skína.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Kynnarnir Aron Már og Sigrún Ósk í góðum gír.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Augnablikið áður en úrslitin voru tilkynnt.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Saga Matthildur var fyrri keppandinn til þess að komast áfram.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Að lokum var tilkynnt að Kjalar væri seinni keppandinn til þess að komast í úrslitaþáttinn.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Dómarar kvöddu þau Bíu og Símon með fallegum orðum.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Það er enginn vafi á því að við eigum eftir að sjá meira af þeim Bíu og Símoni.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON
Saga og Kjalar áttu bágt með að trúa því að þau væru komin alla leið í lokaþáttinn og að annað þeirra ætti eftir að verða næsta Idolstjarna Íslands.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×