„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“ Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2023 23:10 Mikilvægt er að huga að öryggi barna á leið til skóla í fyrramálið. Vísir/Vilhelm Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir. Í tilkynningu almannavarna vegna slæmrar veðurspár segir að ríkislögreglustjóri hafi ákveðið í samráði við alla lögreglustjóra landsins að lýsa yfir óvissustigi. „Fyrsta appelsínugula viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi kl. 6:00 í fyrramálið. Góðu fréttirnar eru að veðrið fer hratt yfir og síðasta appelsínugula viðvörunin rennur úr gildi um hádegisbilið. Almannavarnir biðla til almennings um að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón. Einnig er mikilvægt að byggingarfyrirtæki hugi að sínum svæðum og geri viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir og draga úr tjóni. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið er verst hverju sinni. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með veðrinu á vef Veðurstofunnar. Vilja alls ekki kalla „úlfur, úlfur“ Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir í samtali við Vísi að óvissustigi sé ekki lýst yfir að ástæðulausu. Það veður sem spáð er að gangi yfir landið á morgun geti hæglega ollið miklu foktjóni auk þess að hafa áhrif á samgöngur. „Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan,“ segir hún. Þá sé erfitt að spá fyrir um það hvar og hvenær veðrið verði verst og því sérstaklega mikilvægt að fólk haldi sér vel upplýstu um aðstæður hverju sinni. „Kannski upplifir fólk að við séum alltaf að segja það sama og appelsínugul viðvörun og önnur appelsínugul viðvörun geta verið mismunandi. En eins og við lesum út úr þessu þá gæti verið að þessi appelsínugula viðvörun geti haft mikil áhrif. Við erum alltaf að tala um samgöngurnar, sem skipta auðvitað gríðarlegu máli, en rokið getur haft þessar afleiðingar sem geta skipt fólk máli. Við höfum enn meiri áhyggjur af því,“ segir hún. Foreldrar þurfi að meta stöðuna sjálfir Í tilkynningu frá skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til forráðamanna skólabarna segir að þeir þurfi að morgni að tryggja að starfsmaður taki á móti börnunum þegar komið er í skólann þar sem einhver röskun geti orðið á skólastarfi vegna veðurs. Tafist geti að fullmanna skólann og mega forsjáraðilar þá búast við að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjáraðilar séu hvattir til að taka slíkum óskum vel. Helgi Grímsson, sviðstjóri sviðsins, segir í samtali við Vísi að forráðamenn verði að meta það sjálfir hvernig örugg för barna í skólann verði tryggð. Erfitt sé að gefa út algildar leiðbeiningar enda sé mismunandi hvar og hvenær veðrið kemur verst niður. „Foreldrar þurfa að fylgjast mjög vel með og meta aðstæður í sínu skólahverfi,“ segir hann. Þá sé mikilvægt að foreldrar láti skólann vita ef þeir meta það svo að börn þeirra komist ekki í skólann eða för þeirra seinki. „Ugglaust munu einhverjir bíða eftir að veðrinu sloti og fara ekki í vinnuna eða annað slíkt, ef menn eiga kost á því að tefja eilítið ferðina á meðan veðrið gengur yfir. Það er ákveðin skynsemi í því,“ segir hann. Veður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Almannavarnir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Sjá meira
Í tilkynningu almannavarna vegna slæmrar veðurspár segir að ríkislögreglustjóri hafi ákveðið í samráði við alla lögreglustjóra landsins að lýsa yfir óvissustigi. „Fyrsta appelsínugula viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi kl. 6:00 í fyrramálið. Góðu fréttirnar eru að veðrið fer hratt yfir og síðasta appelsínugula viðvörunin rennur úr gildi um hádegisbilið. Almannavarnir biðla til almennings um að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón. Einnig er mikilvægt að byggingarfyrirtæki hugi að sínum svæðum og geri viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir og draga úr tjóni. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið er verst hverju sinni. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir í tilkynningu. Hægt er að fylgjast með veðrinu á vef Veðurstofunnar. Vilja alls ekki kalla „úlfur, úlfur“ Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir í samtali við Vísi að óvissustigi sé ekki lýst yfir að ástæðulausu. Það veður sem spáð er að gangi yfir landið á morgun geti hæglega ollið miklu foktjóni auk þess að hafa áhrif á samgöngur. „Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan,“ segir hún. Þá sé erfitt að spá fyrir um það hvar og hvenær veðrið verði verst og því sérstaklega mikilvægt að fólk haldi sér vel upplýstu um aðstæður hverju sinni. „Kannski upplifir fólk að við séum alltaf að segja það sama og appelsínugul viðvörun og önnur appelsínugul viðvörun geta verið mismunandi. En eins og við lesum út úr þessu þá gæti verið að þessi appelsínugula viðvörun geti haft mikil áhrif. Við erum alltaf að tala um samgöngurnar, sem skipta auðvitað gríðarlegu máli, en rokið getur haft þessar afleiðingar sem geta skipt fólk máli. Við höfum enn meiri áhyggjur af því,“ segir hún. Foreldrar þurfi að meta stöðuna sjálfir Í tilkynningu frá skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til forráðamanna skólabarna segir að þeir þurfi að morgni að tryggja að starfsmaður taki á móti börnunum þegar komið er í skólann þar sem einhver röskun geti orðið á skólastarfi vegna veðurs. Tafist geti að fullmanna skólann og mega forsjáraðilar þá búast við að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjáraðilar séu hvattir til að taka slíkum óskum vel. Helgi Grímsson, sviðstjóri sviðsins, segir í samtali við Vísi að forráðamenn verði að meta það sjálfir hvernig örugg för barna í skólann verði tryggð. Erfitt sé að gefa út algildar leiðbeiningar enda sé mismunandi hvar og hvenær veðrið kemur verst niður. „Foreldrar þurfa að fylgjast mjög vel með og meta aðstæður í sínu skólahverfi,“ segir hann. Þá sé mikilvægt að foreldrar láti skólann vita ef þeir meta það svo að börn þeirra komist ekki í skólann eða för þeirra seinki. „Ugglaust munu einhverjir bíða eftir að veðrinu sloti og fara ekki í vinnuna eða annað slíkt, ef menn eiga kost á því að tefja eilítið ferðina á meðan veðrið gengur yfir. Það er ákveðin skynsemi í því,“ segir hann.
Veður Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Almannavarnir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Sjá meira