Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 13:30 Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. Aðsend/Guðmundur Gíslason/Vísir/Vilhelm Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. Tillagan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði og var svo á dagskrá borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur fram að við veitingu starfsleyfisins sé lögð áhersla á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggi fram og skilað verði 1. júní næstkomandi. „Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára. Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið,“ segir í bókun nefndarinnar. Felldi starfsleyfið úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir rúmum mánuði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Var svæðinu í kjölfarið lokað. Skotsvæðinu á Álfsnesi hafði áður verið lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Sömuleiðis var bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Mun á endanum fara Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. „Það er tekist á um þetta. Við vitum að það er togstreita, en verið er að reyna að vinna mjög hratt að framtíðarstaðsetningu skotsvæðis Skotfélags Reykjavíkur. Það mun á endanum fara í burtu af Álfsnesi, enda mun Sundabraut fara þar um þegar þar að kemur. Þetta er tímabundin lausn til að koma til móts við báða aðila með einhverjum hætti,“ segir Aðalsteinn Haukur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Staða Kjalnesinga Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í bókun sinni að Reykjavíkurborg hafi nú enn og aftur gefið út starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eftir kærur tveggja hópa íbúa frá 24. september 2021 þar sem starfsleyfið var fellt úr gildi. „Á Álfsnesi er annar samhliða skotvöllur Skotreynar, starfsleyfi þess vallar var einnig fellt úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2021 eftir kærur tveggja hópa íbúa úr nágrenninu. Enn og aftur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út starfsleyfi fyrir Skotreyn sem kært var af þremur hópum íbúa. Það starfsleyfi var fellt úr gildi 28. desember 2022 af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kjalnesingar töldu að þeir væru endanlega búnir að fá úrlausn málsins með birtingu úrskurðar kærendum í hag. Íbúar hafa sent samtals 7 kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sl. 16 mánuðum. Allir úrskurðir hafa fallið kærendum í hag,“ segir í bókun Kolbrúnar. Borgarstjórn Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Tillagan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði og var svo á dagskrá borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur fram að við veitingu starfsleyfisins sé lögð áhersla á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggi fram og skilað verði 1. júní næstkomandi. „Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára. Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið,“ segir í bókun nefndarinnar. Felldi starfsleyfið úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir rúmum mánuði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Var svæðinu í kjölfarið lokað. Skotsvæðinu á Álfsnesi hafði áður verið lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Sömuleiðis var bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Mun á endanum fara Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. „Það er tekist á um þetta. Við vitum að það er togstreita, en verið er að reyna að vinna mjög hratt að framtíðarstaðsetningu skotsvæðis Skotfélags Reykjavíkur. Það mun á endanum fara í burtu af Álfsnesi, enda mun Sundabraut fara þar um þegar þar að kemur. Þetta er tímabundin lausn til að koma til móts við báða aðila með einhverjum hætti,“ segir Aðalsteinn Haukur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Staða Kjalnesinga Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í bókun sinni að Reykjavíkurborg hafi nú enn og aftur gefið út starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eftir kærur tveggja hópa íbúa frá 24. september 2021 þar sem starfsleyfið var fellt úr gildi. „Á Álfsnesi er annar samhliða skotvöllur Skotreynar, starfsleyfi þess vallar var einnig fellt úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2021 eftir kærur tveggja hópa íbúa úr nágrenninu. Enn og aftur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út starfsleyfi fyrir Skotreyn sem kært var af þremur hópum íbúa. Það starfsleyfi var fellt úr gildi 28. desember 2022 af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kjalnesingar töldu að þeir væru endanlega búnir að fá úrlausn málsins með birtingu úrskurðar kærendum í hag. Íbúar hafa sent samtals 7 kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sl. 16 mánuðum. Allir úrskurðir hafa fallið kærendum í hag,“ segir í bókun Kolbrúnar.
Borgarstjórn Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira