Vilja stofnan nýjan gjaldmiðil fyrir S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. febrúar 2023 15:01 Alberto Fernandez, forseti Argentínu (t.h.) og Lula Da Silva, forseti Brasilíu á toppfundi leiðtoga ríkja rómönsku Ameríku og Karíbahafsins, sem haldinn var í Buenos Aires undir lok síðasta mánaðar. Getty Images Forsetar tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu, hafa lýst yfir vilja sínum til að stofna til sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna. Síðar meir, segja þeir, geti önnur ríki álfunnar slegist í hópinn. Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum. Argentína Brasilía Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum.
Argentína Brasilía Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira