Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Breiðablik 109-89 | Keflvíkingar enn ósigraðir á heimavelli Atli Arason skrifar 3. febrúar 2023 21:49 Hörður Axel Vilhjálmsson er fyrirliði Keflavíkur. VÍSIR/BÁRA Keflavík hefur nú unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu eftir öruggan 20 stiga sigur gegn Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 109-89, en með sigrinum jöfnuðu Keflvíkingar Val á toppi deildarinnar. Breiðablik gerði fyrstu stig leiksins og það fyrir utan þriggja stiga línuna en það var í eina skiptið sem Blikar leiddu í leiknum því eftir það tóku heimamenn öll völd og skoruðu nánast þegar þeir vildu gegn varnarleik Breiðabliks sem var einfaldlega ekki til staðar. Heimamenn bættu hægt og rólega í forskot sitt í gegnum allan fyrsta leikhluta og komust mest í 13 stiga forskot undir lok fjórðungsins sem Keflavík vann 38-25. Í öðrum leikhluta var svolítið meira af því sama þar sem Keflvíkingar fengu nokkuð óáreittir að bæta í forskot sitt sem varð mest 23 stig þegar tæpar sex mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þá fóru Blikar í gang og byrjuðu að raða stigum á töfluna og slökktu á Keflvíkingum um stund. 14 stiga áhlaup Breiðabliks gerði að verkum að munurinn var skyndilega kominn niður í sjö stig og leikurinn aftur orðinn spennandi. Heimamenn náðu þó að gera síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og munurinn því 12 stig í hálfleik, 59-47. Keflavík byrjaði síðari hálfleik líkt og þann fyrri og tókst að nýta sér yfirburði sína í hæð og þyngd undir körfunni með David Okeke og Dominykas Milka báða í góðu formi. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður voru Keflvíkingar aftur komnir með mikið forskot í stigasöfnun, sem sveiflaðist á milli frá 16 og 23 stiga til loka þriðja fjórðungs. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var 87-71. Fjórði og síðasti leikhluti var í raun bara formsatriði. Heimamenn gerðu fyrstu sjö stig leikhlutans og eftir það fór munurinn aldrei niður fyrir 20 stig sem varð akkúrat munurinn á milli liðanna þegar uppi var staðið. Keflavík vann leikinn að lokum 109-89. Afhverju vann Keflavík? Keflvíkingar fóru þetta langleiðina á hörkunni þar sem heimamenn nýttu sér sína yfirburði sína inn í teignum. Stóru leikmennirnir hjá Keflavík voru stigahæstir ásamt því að heimamenn sigruðu frákasta baráttuna með 16 fráköstum, 56 gegn 40. Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka og David Okeke gerðu báðir 24 stig og voru stigahæstu menn vallarins, ásamt Igor Maric. Okeke tók þar að auki 13 fráköst á meðan Milka tók 10. Okeke endaði leikinn með flesta framlagspunkta, alls 37. Hjá Breiðablik var Jeremy Smith bestur en Smith var þeirra stigahæsti leikmaður með 21 stig. Hvað gerist næst? Keflavík fer næst í heimsókn til Hauka í Ólafssal næsta fimmtudag á meðan Blikar taka á móti ÍR sama dag. „Þetta er besta lið landsins í dag“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.Hulda Margrét „Þetta er lið sem er að stefna á að vera Íslandsmeistari og þeir eru með hörku lið sem spilar á öflugum heimavelli. Þeir voru bara einu númeri of stórir fyrir okkur í dag,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Við vorum búnir að undirbúa leikinn vel en svo þegar kapp kemur yfir menn þá gera þeir einhverja bölvaða vitleysu. Samt sem áður þá komumst við aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik og með aðeins meiri heppni þá hefðum við getað verið í betri stöðu í hálfleiknum. Svo hittu þeir vel í þriðja leikhluta og fóru með þetta. Þeir eru bara með gæði í liðinu sínu sem okkur kannski skortir. Þeir eru bæði stórir og sterkir og eru bara í hörku fromi. Þetta er besta lið landsins í dag.“ Aðspurður út í varnarleik Breiðabliks, eða öllu heldur skort á honum, sagði Pétur að sínir menn gætu illa spilað gegn stærri og þyngri leikmönnum. „Ef við drögum þetta saman þá eru þeir með verulega sentimetra á okkur í öllum stöðum og þyngd líka. Við erum að reyna að spila hratt en þeir ná forskotinu og ná að stjórna hraðanum á leiknum. Við erum ekki byggðir í hörku eins og var í þessum leik. Þeir tudda á okkur og þegar við reynum að tudda til baka þá lítur það illa út og við fáum dæmdar villur á okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks. Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik
Keflavík hefur nú unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu eftir öruggan 20 stiga sigur gegn Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 109-89, en með sigrinum jöfnuðu Keflvíkingar Val á toppi deildarinnar. Breiðablik gerði fyrstu stig leiksins og það fyrir utan þriggja stiga línuna en það var í eina skiptið sem Blikar leiddu í leiknum því eftir það tóku heimamenn öll völd og skoruðu nánast þegar þeir vildu gegn varnarleik Breiðabliks sem var einfaldlega ekki til staðar. Heimamenn bættu hægt og rólega í forskot sitt í gegnum allan fyrsta leikhluta og komust mest í 13 stiga forskot undir lok fjórðungsins sem Keflavík vann 38-25. Í öðrum leikhluta var svolítið meira af því sama þar sem Keflvíkingar fengu nokkuð óáreittir að bæta í forskot sitt sem varð mest 23 stig þegar tæpar sex mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þá fóru Blikar í gang og byrjuðu að raða stigum á töfluna og slökktu á Keflvíkingum um stund. 14 stiga áhlaup Breiðabliks gerði að verkum að munurinn var skyndilega kominn niður í sjö stig og leikurinn aftur orðinn spennandi. Heimamenn náðu þó að gera síðustu fimm stig fyrri hálfleiks og munurinn því 12 stig í hálfleik, 59-47. Keflavík byrjaði síðari hálfleik líkt og þann fyrri og tókst að nýta sér yfirburði sína í hæð og þyngd undir körfunni með David Okeke og Dominykas Milka báða í góðu formi. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður voru Keflvíkingar aftur komnir með mikið forskot í stigasöfnun, sem sveiflaðist á milli frá 16 og 23 stiga til loka þriðja fjórðungs. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var 87-71. Fjórði og síðasti leikhluti var í raun bara formsatriði. Heimamenn gerðu fyrstu sjö stig leikhlutans og eftir það fór munurinn aldrei niður fyrir 20 stig sem varð akkúrat munurinn á milli liðanna þegar uppi var staðið. Keflavík vann leikinn að lokum 109-89. Afhverju vann Keflavík? Keflvíkingar fóru þetta langleiðina á hörkunni þar sem heimamenn nýttu sér sína yfirburði sína inn í teignum. Stóru leikmennirnir hjá Keflavík voru stigahæstir ásamt því að heimamenn sigruðu frákasta baráttuna með 16 fráköstum, 56 gegn 40. Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka og David Okeke gerðu báðir 24 stig og voru stigahæstu menn vallarins, ásamt Igor Maric. Okeke tók þar að auki 13 fráköst á meðan Milka tók 10. Okeke endaði leikinn með flesta framlagspunkta, alls 37. Hjá Breiðablik var Jeremy Smith bestur en Smith var þeirra stigahæsti leikmaður með 21 stig. Hvað gerist næst? Keflavík fer næst í heimsókn til Hauka í Ólafssal næsta fimmtudag á meðan Blikar taka á móti ÍR sama dag. „Þetta er besta lið landsins í dag“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.Hulda Margrét „Þetta er lið sem er að stefna á að vera Íslandsmeistari og þeir eru með hörku lið sem spilar á öflugum heimavelli. Þeir voru bara einu númeri of stórir fyrir okkur í dag,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Við vorum búnir að undirbúa leikinn vel en svo þegar kapp kemur yfir menn þá gera þeir einhverja bölvaða vitleysu. Samt sem áður þá komumst við aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik og með aðeins meiri heppni þá hefðum við getað verið í betri stöðu í hálfleiknum. Svo hittu þeir vel í þriðja leikhluta og fóru með þetta. Þeir eru bara með gæði í liðinu sínu sem okkur kannski skortir. Þeir eru bæði stórir og sterkir og eru bara í hörku fromi. Þetta er besta lið landsins í dag.“ Aðspurður út í varnarleik Breiðabliks, eða öllu heldur skort á honum, sagði Pétur að sínir menn gætu illa spilað gegn stærri og þyngri leikmönnum. „Ef við drögum þetta saman þá eru þeir með verulega sentimetra á okkur í öllum stöðum og þyngd líka. Við erum að reyna að spila hratt en þeir ná forskotinu og ná að stjórna hraðanum á leiknum. Við erum ekki byggðir í hörku eins og var í þessum leik. Þeir tudda á okkur og þegar við reynum að tudda til baka þá lítur það illa út og við fáum dæmdar villur á okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum