Miðnæturopnunin „krefjandi“ og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 06:39 Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Vísir/Vilhelm Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram. Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni. Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni.
Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28