Við hefjum leik úti á golfvelli þar sem Magical Kenya Ladies Open á LET-mótaröðinni fer fram frá klukkan 12:30 á Stöð 2 Sport 4.
Það verður svo maraþonútsending frá Hlíðarenda þar sem tveir leikir verða í beinni útsendingu í kvöld. Valsmenn taka á móti FH í Olís-deild karla á Stöð 2 Sport 5 klukkan 17:50 og klukkan 20:05 tekur kvennalið Vals á móti Haukum í Olís-deild kvenna.
Subway-deild karla verður á sínum stað á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem tveir leikir verða í beinni útsendingu. Grindvíkingar sækja ÍR-inga heim klukkan 18:05 og klukkan 20:05 mætast Keflavík og Breiðablik. Að þeim leik loknum verða strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi að sjálfsögðu með uppgjörsþátt eins og önnur föstudagskvöld.
Þá verður Pro Bowl Skills Showdown í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 20:00 þar sem margir af bestu leikmönnum NFL-deildarinnar keppa innbyrðis í hinum ýmsu þrautum.