Sáu eigin andardrátt frjósa og falla niður sem snjó Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 17:31 Frá ævintýrinu á Langjökli. Aðsent Snemma á sunnudag héldu Davíð Goði Þorvarðarson, Alex Michael Green, Benjamin Hardman og Tucker Doss upp á Langjökul með það markmið að tjalda og gista yfir nótt á ísilögðu yfirborðinu. „Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent
Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið