Fimm ára fangelsi fyrir gróf brot gegn tveimur konum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 23:35 Fram kemur í dómnum að framburður mannsins sé í litlu samræmi við þau gögn sem liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi. Um var að ræða brot gegn tveimur konum í aðskildum málum en bæði brotin áttu sér stað þann 1. ágúst 2022. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að fyrrverandi unnustu sinni og sambýliskonu sinni með ofbeldi, hótunum og ólögmætri nauðung og haft samræði og önnur kynferðismök við hana, án hennar samþykkis, utandyra og inni í bifreið við verkstæði í Hafnarfirði. Þá var hann var einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás gegn annarri konu síðar þennan sama dag. Leitaði skjóls hjá ókunnugum Hvað brotin gegn fyrri konunni varðaði var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað höfuð og líkama, dregið hana út úr bílnum, hrint henni á malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hníf upp að hálsi hennar, þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum, með því að segjast ætla að skera hana á háls og klippa af henni hárið. Á meðan á framangreindu stóð neyddi hann konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka á meðan hún reyndi ítrekað að fá hann til að hætta. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi neytt fíkniefna umræddan dag. Fram kemur að konan hafi flúið af vettvangi og leitað aðstoðar hjá ókunnugu fólki sem bjó í nágrenninu. Hún hafi verið með mikla líkamlega áverka og í miklu uppnámi samkvæmt framburði vitna. Við skoðun á neyðarmóttöku fundust áverkar víða á konunni. Fram kemur í skýrslu að hún hafi verið bólgin í andliti með glóðarauga á báðum augum en mun meira hægra megin, með bólgið nef og mar á vörum og hár í óreiðu og flækju að aftan. Þá var hún með marbletti á hálsi undir kjálkabörðum, mörg minni húðsár á fótum og stóra marbletti á báðum hnjám. Þá hafi hún verið miður sín og virkað hrædd og niðurbrotin. Þá segir í matsgerð læknis að allflestir áverkarnir séu ferskir, sem samræmist því að þeir hafi komið til aðfaranótt 1. ágúst 2022. Fram kemur að framburður konunnar fyrir dómi hafi verið stöðugur og trúverðugur og í samræmi við önnur gögn sem liggja fyrir í málinu, og þá sérstaklega frá neyðarmóttöku, bráðamóttöku og matsgerð réttarlæknis. Sagði konuna hafa samþykkt ofbeldið Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins og var framburður hans í meginatriðum á sama veg en lýsingar hans á atvikum þóttu oft takmarkaðar. Byggði hann á því að samþykki konunnar hefði legið fyrir til kynmaka og hálstaks og að ofbeldi hefði annars verið hluti af kynmökum sem konan hefði samþykkt. Fram kemur í dómnum að framburður mannsins sé í litlu samræmi við þau gögn sem liggja fyrir. Þá hafi hann gefið takmarkaðar skýringar á ástandi konunnar. Þá hafi ekkert komið fram sem gat gefið manninum réttmæta ástæðu til að ætla að fyrir lægi samþykki konunnar til kynmaka eða fyrir því að hann beitti hana ofbeldi eða hótaði henni. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur; atlaga hans hafi verið einstaklega gróf, ófyrirleitin og langvinn en gögn benda til þess að samskipti hans og konunnar á vettvangi hafi staðið í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafi brotið haft alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir konuna og með því hafi hann brotið gróflega gegn kynfrelsi hennar. Þá kemur fram að nauðgunin hafi verið „sérstaklega gróf og niðurlægjandi.“ Maðurinn var þó sýknaður af því að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps og var brotið heimfært á varakröfu ákæruvaldsins, það er sérstaklega hættulega líkamsárás, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Fimm ára fangelsi Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás gegn annarri konu sem einnig átti sér stað þann 1. ágúst 2022. Brotið átti sér stað í bíl. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og í eitt skipti slegið hana í andlitið með olnboga, rifið í hár hennar, sparkað í andlit hennar, tekið hana hálstaki og þrengt að öndunarvegi hennar og dregið hana síðan út úr bifreiðinni. Maðurinn neitaði sök að öðru leyti en því að hafa slegið konuna einu sinni með krepptum hnefa í andlitið og ýtt henni. Tekið er fram í dómnum að maðurinn og konan sem um ræðir séu nú í nánu sambandi og hafi verið hittast um tíma þegar brotið átti sér stað. Með læknisvottorðum sem lágu fyrir og að hluta með framburði konunnar taldi dómurinn sannað að hún hefði hlotið umrædda áverka í samskiptum sínum við manninn. Sannað þótti að maðurinn hefði slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og sparkað einu sinni í andlit hennar en hann var öðru leyti sýknaður samkvæmt ákæru. Þótti hæfilega ákveðin refsing vera fangelsi í fimm ár en til frádráttar kemur óslitið gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 2. ágúst 2022. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Uppfært 2. febrúar klukkan 08:30 Í fyrri útgáfu stóð að maðurinn hefði verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Hann var ákærður fyrir það en sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að fyrrverandi unnustu sinni og sambýliskonu sinni með ofbeldi, hótunum og ólögmætri nauðung og haft samræði og önnur kynferðismök við hana, án hennar samþykkis, utandyra og inni í bifreið við verkstæði í Hafnarfirði. Þá var hann var einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás gegn annarri konu síðar þennan sama dag. Leitaði skjóls hjá ókunnugum Hvað brotin gegn fyrri konunni varðaði var maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað höfuð og líkama, dregið hana út úr bílnum, hrint henni á malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hníf upp að hálsi hennar, þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum, með því að segjast ætla að skera hana á háls og klippa af henni hárið. Á meðan á framangreindu stóð neyddi hann konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka á meðan hún reyndi ítrekað að fá hann til að hætta. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi neytt fíkniefna umræddan dag. Fram kemur að konan hafi flúið af vettvangi og leitað aðstoðar hjá ókunnugu fólki sem bjó í nágrenninu. Hún hafi verið með mikla líkamlega áverka og í miklu uppnámi samkvæmt framburði vitna. Við skoðun á neyðarmóttöku fundust áverkar víða á konunni. Fram kemur í skýrslu að hún hafi verið bólgin í andliti með glóðarauga á báðum augum en mun meira hægra megin, með bólgið nef og mar á vörum og hár í óreiðu og flækju að aftan. Þá var hún með marbletti á hálsi undir kjálkabörðum, mörg minni húðsár á fótum og stóra marbletti á báðum hnjám. Þá hafi hún verið miður sín og virkað hrædd og niðurbrotin. Þá segir í matsgerð læknis að allflestir áverkarnir séu ferskir, sem samræmist því að þeir hafi komið til aðfaranótt 1. ágúst 2022. Fram kemur að framburður konunnar fyrir dómi hafi verið stöðugur og trúverðugur og í samræmi við önnur gögn sem liggja fyrir í málinu, og þá sérstaklega frá neyðarmóttöku, bráðamóttöku og matsgerð réttarlæknis. Sagði konuna hafa samþykkt ofbeldið Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins og var framburður hans í meginatriðum á sama veg en lýsingar hans á atvikum þóttu oft takmarkaðar. Byggði hann á því að samþykki konunnar hefði legið fyrir til kynmaka og hálstaks og að ofbeldi hefði annars verið hluti af kynmökum sem konan hefði samþykkt. Fram kemur í dómnum að framburður mannsins sé í litlu samræmi við þau gögn sem liggja fyrir. Þá hafi hann gefið takmarkaðar skýringar á ástandi konunnar. Þá hafi ekkert komið fram sem gat gefið manninum réttmæta ástæðu til að ætla að fyrir lægi samþykki konunnar til kynmaka eða fyrir því að hann beitti hana ofbeldi eða hótaði henni. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur; atlaga hans hafi verið einstaklega gróf, ófyrirleitin og langvinn en gögn benda til þess að samskipti hans og konunnar á vettvangi hafi staðið í rúmar tvær klukkustundir. Þá hafi brotið haft alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar fyrir konuna og með því hafi hann brotið gróflega gegn kynfrelsi hennar. Þá kemur fram að nauðgunin hafi verið „sérstaklega gróf og niðurlægjandi.“ Maðurinn var þó sýknaður af því að hafa gerst sekur um tilraun til manndráps og var brotið heimfært á varakröfu ákæruvaldsins, það er sérstaklega hættulega líkamsárás, nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi. Fimm ára fangelsi Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás gegn annarri konu sem einnig átti sér stað þann 1. ágúst 2022. Brotið átti sér stað í bíl. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og í eitt skipti slegið hana í andlitið með olnboga, rifið í hár hennar, sparkað í andlit hennar, tekið hana hálstaki og þrengt að öndunarvegi hennar og dregið hana síðan út úr bifreiðinni. Maðurinn neitaði sök að öðru leyti en því að hafa slegið konuna einu sinni með krepptum hnefa í andlitið og ýtt henni. Tekið er fram í dómnum að maðurinn og konan sem um ræðir séu nú í nánu sambandi og hafi verið hittast um tíma þegar brotið átti sér stað. Með læknisvottorðum sem lágu fyrir og að hluta með framburði konunnar taldi dómurinn sannað að hún hefði hlotið umrædda áverka í samskiptum sínum við manninn. Sannað þótti að maðurinn hefði slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið og sparkað einu sinni í andlit hennar en hann var öðru leyti sýknaður samkvæmt ákæru. Þótti hæfilega ákveðin refsing vera fangelsi í fimm ár en til frádráttar kemur óslitið gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 2. ágúst 2022. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Uppfært 2. febrúar klukkan 08:30 Í fyrri útgáfu stóð að maðurinn hefði verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Hann var ákærður fyrir það en sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira