Funduðu með ráðherra um afnám tolla á blómum, frönskum og fuglakjöti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:18 Fundarmenn hlýða á Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR. Mynd/FA Fulltrúar VR, Landssambands íslenzkra verslunarmanna, Rafiðnaðarsambandsins og Félags atvinnurekenda funduðu með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í morgun, þar sem rætt var um tollamál. Á fundinum voru meðal annars gerðar bókanir við kjarasamninga FA og stéttarfélaganna, sem kveða á um að samtökin muni í sameiningu beita sér gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla til að bæta hag launþega. Frá þessu er greint á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar segir að samtökin hefðu bent á að verðbólga hefði aukist á ný og að leita þyrfti allra leiða tli að stemma stigu við henni og varðveita nýumsamdar kjarabætur. Þá voru þrjár tillögur kynntar fyrir ráðherra, sem byggja á eldri tillögum Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld: Tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti og frönskum kartöflum. Tollar falli niður af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Tollar á t.d. túlipönum og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2012. Skoðaðar verði leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds, sbr. sömu tillögur. Tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2015. FA segir tillögurnar fyrst og fremst beinast gegn tollum sem vernda ekki hefðbundna sauðfjár- og nautgriparækt. „Í tilviki alifugla- og svínakjötsræktar er um að ræða verksmiðjubúskap, sem að stórum hluta er í þröngu eignarhaldi. Framleiðsla á frönskum kartöflum hefur lagst af á Íslandi. Háir tollar eru lagðir á alls konar blóm sem ekki eru ræktuð á Íslandi og eins þarf að greiða háa tolla af innflutningi blóma, þar sem innlend framleiðsla annar engan veginn eftirspurn. Háir tollar á hráefnum eins og mjólkurdufti og smjöri bitna á innlendri matvælaframleiðslu, sem er í raun þvinguð til að kaupa aðföng sín af einu fyrirtæki, Mjólkursamsölunni, á háu verði. Afleiðingin er hækkun verðs til neytenda. Þá hafa innlendir framleiðendur búvöru, einkum svína- og ailfuglakjöts, náð til sín meirihluta tollkvóta fyrir viðkomandi afurðir með því að bjóða hátt í hann, stuðla þannig að hærra verði og hindra samkeppni við eigin afurðir,“ segir á vef FA. Samtökin munu funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í næstu viku. Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Á fundinum voru meðal annars gerðar bókanir við kjarasamninga FA og stéttarfélaganna, sem kveða á um að samtökin muni í sameiningu beita sér gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla til að bæta hag launþega. Frá þessu er greint á vefsíðu Félags atvinnurekenda. Þar segir að samtökin hefðu bent á að verðbólga hefði aukist á ný og að leita þyrfti allra leiða tli að stemma stigu við henni og varðveita nýumsamdar kjarabætur. Þá voru þrjár tillögur kynntar fyrir ráðherra, sem byggja á eldri tillögum Samkeppniseftirlitsins og Samráðsvettvangs um aukna hagsæld: Tollar verði felldir niður af alifugla- og svínakjöti og frönskum kartöflum. Tollar falli niður af blómum sem ekki eru ræktuð á Íslandi. Tollar á t.d. túlipönum og rósum falli niður á tímabilum þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu verði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2012. Skoðaðar verði leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds, sbr. sömu tillögur. Tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri falli niður, sbr. tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2015. FA segir tillögurnar fyrst og fremst beinast gegn tollum sem vernda ekki hefðbundna sauðfjár- og nautgriparækt. „Í tilviki alifugla- og svínakjötsræktar er um að ræða verksmiðjubúskap, sem að stórum hluta er í þröngu eignarhaldi. Framleiðsla á frönskum kartöflum hefur lagst af á Íslandi. Háir tollar eru lagðir á alls konar blóm sem ekki eru ræktuð á Íslandi og eins þarf að greiða háa tolla af innflutningi blóma, þar sem innlend framleiðsla annar engan veginn eftirspurn. Háir tollar á hráefnum eins og mjólkurdufti og smjöri bitna á innlendri matvælaframleiðslu, sem er í raun þvinguð til að kaupa aðföng sín af einu fyrirtæki, Mjólkursamsölunni, á háu verði. Afleiðingin er hækkun verðs til neytenda. Þá hafa innlendir framleiðendur búvöru, einkum svína- og ailfuglakjöts, náð til sín meirihluta tollkvóta fyrir viðkomandi afurðir með því að bjóða hátt í hann, stuðla þannig að hærra verði og hindra samkeppni við eigin afurðir,“ segir á vef FA. Samtökin munu funda með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í næstu viku.
Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Kjaramál Landbúnaður Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira