Umboðsmaður Haaland segir að hann sé eins milljarðs evra virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 18:01 Erling Haaland í baráttu um boltann við Thomas Partey hjá Arsenal. AP/Dave Thompson Umboðsmaður norska framherjans Erling Braut Haaland hefur gefið út sitt mat á því hvað leikmaðurinn hans ætti að kosta ef allt væri tekið til greina. Umboðsmaður Haaland heitir Rafaela Pimenta og hún ræddi raunvirði framherja Manchester City í viðtali við spænska blaðið AS á dögunum. Að mati Pimenta þá er Haaland eins milljarðs evra virði en það jafngildir 154 milljörðum íslenskra króna. Exclusive: Haaland's agent opens upFrom being called a whore by a sporting director to Mino Raiola's last words, it's been an interesting career so far for Rafaela Pimentahttps://t.co/jUFWjjmyKo— AS USA (@English_AS) February 1, 2023 Rökin að baki þessari rosalegu upphæð segir Pimenta eftirfarandi í viðtalinu: „Með því að kaupa hann færðu stuðningsmenn, mörk, úrslit, fagmennsku, samfélagsmiðlaefni, orðspor og styrktaraðila. Ef þú leggur allt þetta saman þá sést þar að virði leikmannsins samanstendur af mörgum hlutum,“ sagði Rafaela Pimenta. „Ég veit að enginn er að fara að borga sjö hundruð milljónir evra fyrir leikmann en ég er ekki í vafa um það hversu mikils virði Erling væri fyrir nýtt félag. Að minnsta kosti eins milljarðs evra virði,“ sagði Pimenta. Haaland hefur verið einn heitasti framherji heims í langan tíma og hefur vaxið við hvert skref sem hann hefur tekið. Nú síðast fór hann frá Dortmund í þýsku deildinni til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur skorað 25 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar kominn með 31 mark í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð og það eru tæpir fjórir mánuðir eftir af tímabilinu. Dýrasti knattspyrnumaður heims er enn Neymar en Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. "Erling Haaland will be the first player to achieve a transfer that will be around £1bn."Haaland's agent Rafaela Pimenta on the player's worth, a new contract at Man City and a release clause to Real Madrid pic.twitter.com/njMjYpxBDC— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2022 Enski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Umboðsmaður Haaland heitir Rafaela Pimenta og hún ræddi raunvirði framherja Manchester City í viðtali við spænska blaðið AS á dögunum. Að mati Pimenta þá er Haaland eins milljarðs evra virði en það jafngildir 154 milljörðum íslenskra króna. Exclusive: Haaland's agent opens upFrom being called a whore by a sporting director to Mino Raiola's last words, it's been an interesting career so far for Rafaela Pimentahttps://t.co/jUFWjjmyKo— AS USA (@English_AS) February 1, 2023 Rökin að baki þessari rosalegu upphæð segir Pimenta eftirfarandi í viðtalinu: „Með því að kaupa hann færðu stuðningsmenn, mörk, úrslit, fagmennsku, samfélagsmiðlaefni, orðspor og styrktaraðila. Ef þú leggur allt þetta saman þá sést þar að virði leikmannsins samanstendur af mörgum hlutum,“ sagði Rafaela Pimenta. „Ég veit að enginn er að fara að borga sjö hundruð milljónir evra fyrir leikmann en ég er ekki í vafa um það hversu mikils virði Erling væri fyrir nýtt félag. Að minnsta kosti eins milljarðs evra virði,“ sagði Pimenta. Haaland hefur verið einn heitasti framherji heims í langan tíma og hefur vaxið við hvert skref sem hann hefur tekið. Nú síðast fór hann frá Dortmund í þýsku deildinni til Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur skorað 25 mörk í fyrstu 19 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar kominn með 31 mark í öllum keppnum á sinni fyrstu leiktíð og það eru tæpir fjórir mánuðir eftir af tímabilinu. Dýrasti knattspyrnumaður heims er enn Neymar en Paris Saint Germain keypti hann frá Barcelona fyrir 222 milljónir evra árið 2017. "Erling Haaland will be the first player to achieve a transfer that will be around £1bn."Haaland's agent Rafaela Pimenta on the player's worth, a new contract at Man City and a release clause to Real Madrid pic.twitter.com/njMjYpxBDC— Football Daily (@footballdaily) October 21, 2022
Enski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira