Kostar sitt ef þú ætlar að sjá LeBron slá stigametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 15:31 LeBron James heldur alltaf í þá hefð sína að kasta upp púðri fyrir leiki. Hér gerir hann það fyrir leik Los Angeles Lakers í nótt. AP/Frank Franklin II) LeBron James nálgast óðum stigametið í NBA-deildinni og í nótt var hann með þrefalda tvennu í 129-123 sigri Los Angeles Lakers á New York Knicks. Hinn 38 ára gamli James var með 28 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en allar þessar stoðsendingar þýddu að hann fór upp fyrir Steve Nash og upp í fjórða sætið á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Það er hins vegar stigametið sem flestir eru með augu á. Eftir þessa 28 stiga frammistöðu í nótt þá er James kominn með 38.299 stig og er því aðeins 89 stigum frá stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem er 38.387 stig. LeBron er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur en skoraði 34,2 stig í leik í janúar. Hann hefur átt átt fimm fjörutíu stiga leiki síðan að hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok desember. Það þýðir að hann gæti bara þurft þrjá leiki í viðbót til að slá metið. Næstu þrír leikir Lakers liðsins eru á útivelli á móti Indiana Pacers, á útivelli á móti New Orleans Pelicans og svo næsti heimaleikur sem er á móti Oklahoma City Thunder miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi eða eftir slétta viku. Það eru margir með augastað á þessum leik á móti Thunder liðinu og miðaverð á leikinn er farið upp úr öllu veldi. Miðar á leikinn eru núna komnir upp í 27 þúsund Bandaríkjadali eða 10,6 milljónir króna. Það gæti kostað sitt að verða vitni af þeirri sögulegu stund þegar James slær metið. Það sem eykur líkurnar á því að metið falli þetta kvöld er sú staðreynd að það eru hvíldardagar á milli allra leikjanna og að þegar James mætir í leikinn á móti OKC þá er Lakers liðið ekki búið að spila leik tvö kvöld í röð sem þykir nú mikið í leikjaálagi NBA-deildarinnar. LeBron tonight in the Lakers W: 28 PTS 10 REB 11 AST Moves to 4th all-time in assists 1st player ever with triple-double in season 2089 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/urkL55I9YI— NBA (@NBA) February 1, 2023 NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Hinn 38 ára gamli James var með 28 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en allar þessar stoðsendingar þýddu að hann fór upp fyrir Steve Nash og upp í fjórða sætið á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Það er hins vegar stigametið sem flestir eru með augu á. Eftir þessa 28 stiga frammistöðu í nótt þá er James kominn með 38.299 stig og er því aðeins 89 stigum frá stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem er 38.387 stig. LeBron er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur en skoraði 34,2 stig í leik í janúar. Hann hefur átt átt fimm fjörutíu stiga leiki síðan að hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok desember. Það þýðir að hann gæti bara þurft þrjá leiki í viðbót til að slá metið. Næstu þrír leikir Lakers liðsins eru á útivelli á móti Indiana Pacers, á útivelli á móti New Orleans Pelicans og svo næsti heimaleikur sem er á móti Oklahoma City Thunder miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi eða eftir slétta viku. Það eru margir með augastað á þessum leik á móti Thunder liðinu og miðaverð á leikinn er farið upp úr öllu veldi. Miðar á leikinn eru núna komnir upp í 27 þúsund Bandaríkjadali eða 10,6 milljónir króna. Það gæti kostað sitt að verða vitni af þeirri sögulegu stund þegar James slær metið. Það sem eykur líkurnar á því að metið falli þetta kvöld er sú staðreynd að það eru hvíldardagar á milli allra leikjanna og að þegar James mætir í leikinn á móti OKC þá er Lakers liðið ekki búið að spila leik tvö kvöld í röð sem þykir nú mikið í leikjaálagi NBA-deildarinnar. LeBron tonight in the Lakers W: 28 PTS 10 REB 11 AST Moves to 4th all-time in assists 1st player ever with triple-double in season 2089 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/urkL55I9YI— NBA (@NBA) February 1, 2023
NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira