Að sjá skóginn fyrir trjánum Hugrún Elvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 08:32 Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun