Tíu ár af Fáðu já Brynhildur Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2023 17:01 Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Kynlíf Kvikmyndagerð á Íslandi Kynferðisofbeldi Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun