Skoðuðu kostulegt atvik í NBA: „Með því fyndnara sem maður hefur séð“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 17:01 LeBron James trúði ekki eigin augum þegar dómararnir dæmdu ekkert í lok venjulegs leiktíma. AP Photo/Michael Dwyer NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins skoða í þætti kvöldsins meðal annars það sem á gekk í lok venjulegs leiktíma leiks LA Lakers og Boston Celtics um helgina, þar sem slæm dómaramistök kostuðu Lakers líklega sigur. Staðan var 105-105 þegar LeBron James óð að körfunni á síðustu sekúndunum en hann hitti ekki. Ekkert var heldur dæmt, þó að brotið væri á James, og Celtics unnu svo leikinn í framlengingu. „Þarna slær Jayson Tatum augljóslega í höndina á LeBron James. Strax eftir leikinn báðust dómararnir bara afsökunar,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmála leiksins. „LeBron James klikkar ekki á svona lay-upi nema að hann sé bara hakkaður, sem var algjörlega raunin þarna,“ sagði Rangæingurinn Tómas Steindórsson. Klippa: Meiriháttar mistök rædd í Lögmálum leiksins James fórnaði höndum og trúði gjörsamlega ekki mistökum dómaranna. Ekki frekar en flestir aðrir viðstaddir. Enginn gekk þó lengra en Patrick Beverley, liðsfélagi James, sem fékk myndavél frá ljósmyndara á staðnum og fór með hana til eins af dómurunum til að sýna honum mistökin. Fyrir það fékk hann tæknivillu. „Þessi tæknivilla er alveg þess virði. Nú finnst mér Patrick Beverley oft bara óþolandi smáhundur en þetta er mjög gott,“ sagði Hólmvíkingurinn Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan tók undir: „Hann fór úr því að vera óþolandi í að vera bara frekar fyndinn gæi. Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð.“ Þáttur kvöldsins af Lögmálum leiksins hefst klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Staðan var 105-105 þegar LeBron James óð að körfunni á síðustu sekúndunum en hann hitti ekki. Ekkert var heldur dæmt, þó að brotið væri á James, og Celtics unnu svo leikinn í framlengingu. „Þarna slær Jayson Tatum augljóslega í höndina á LeBron James. Strax eftir leikinn báðust dómararnir bara afsökunar,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmála leiksins. „LeBron James klikkar ekki á svona lay-upi nema að hann sé bara hakkaður, sem var algjörlega raunin þarna,“ sagði Rangæingurinn Tómas Steindórsson. Klippa: Meiriháttar mistök rædd í Lögmálum leiksins James fórnaði höndum og trúði gjörsamlega ekki mistökum dómaranna. Ekki frekar en flestir aðrir viðstaddir. Enginn gekk þó lengra en Patrick Beverley, liðsfélagi James, sem fékk myndavél frá ljósmyndara á staðnum og fór með hana til eins af dómurunum til að sýna honum mistökin. Fyrir það fékk hann tæknivillu. „Þessi tæknivilla er alveg þess virði. Nú finnst mér Patrick Beverley oft bara óþolandi smáhundur en þetta er mjög gott,“ sagði Hólmvíkingurinn Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan tók undir: „Hann fór úr því að vera óþolandi í að vera bara frekar fyndinn gæi. Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð.“ Þáttur kvöldsins af Lögmálum leiksins hefst klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum