Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 07:01 Hilmar Snær lenti heldur illa eftir að brotið var á honum þegar hann tróð boltanum með tilþrifum. Vísir/Diego „Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld. „Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi. Klippa: Körfuboltakvöld: Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T „Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við. Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni. „Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“ Körfubolti Körfuboltakvöld Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00 Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20 Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
„Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi. Klippa: Körfuboltakvöld: Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T „Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við. Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni. „Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“
Körfubolti Körfuboltakvöld Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00 Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20 Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00
Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20
Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30