Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 07:01 Hilmar Snær lenti heldur illa eftir að brotið var á honum þegar hann tróð boltanum með tilþrifum. Vísir/Diego „Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld. „Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi. Klippa: Körfuboltakvöld: Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T „Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við. Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni. „Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“ Körfubolti Körfuboltakvöld Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00 Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20 Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi. Klippa: Körfuboltakvöld: Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T „Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við. Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni. „Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“
Körfubolti Körfuboltakvöld Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00 Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20 Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00
Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20
Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30