Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. janúar 2023 13:16 Vél Icelandair. vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira