Hvetja 60 ára og eldri til að „láta hendur standa fram úr ermum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2023 10:25 Ragnheiður segir bólusetningar almennt hafa gengið vel í vetur. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að reyna að halda fólki vakandi,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um auglýsingar sem meðal annars má finna á Vísi. Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira