Hvetja 60 ára og eldri til að „láta hendur standa fram úr ermum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2023 10:25 Ragnheiður segir bólusetningar almennt hafa gengið vel í vetur. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að reyna að halda fólki vakandi,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um auglýsingar sem meðal annars má finna á Vísi. Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira