Hvetja 60 ára og eldri til að „láta hendur standa fram úr ermum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2023 10:25 Ragnheiður segir bólusetningar almennt hafa gengið vel í vetur. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að reyna að halda fólki vakandi,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um auglýsingar sem meðal annars má finna á Vísi. Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira