Aðgangar Trumps verða virkir á ný á næstu dögum en Meta kveðst hafa gert ráðstafanir til að „koma í veg fyrir misgjörðir“ forsetans fyrrverandi á miðlunum. Verði Trump uppvís að því að brjóta reglur miðlanna verður hærri sektum beitt og hann settur í mánaðar til tveggja ára bann, eftir því hve alvarlegt brotið er.
Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Meta segir að sú hætta sem skapaðist eftir árásina á þinghúsið hafi minnkað og því verði Trump hleypt aftur á miðlana.
Trump fagnaði ákvörðuninni á samfélagsmiðli sínum Truth Social.
„Facebook, sem tapað hefur milljörðum dollara frá því að fjarlægja ykkar uppáhalds forseta, mig, hefur ákveðið að virkja reikning minn á ný. Svona á aldrei að koma fyrir sitjandi forseta, eða einhvern sem á refsinguna ekki skilið!,“ skrifar Trump.