Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2023 16:42 Frá fundi þeirra í dag. Getty/Abdulhamid Hosbas Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. Hún átti fund með Olaf Scholz kanslara í Berlín í dag skömmu eftir að hann greindi þýska þinginu frá ákvörðunum sinni um að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig. Á sameiginlegum fréttamannafundi Olafs og Katrínar var hún spurð hvort hún óttaðist að þessi ákvörðun Þjóðverja myndi stigmagna stríðið í Úkraínu. „Auðvitað erum við öll með áhyggjur af því hvert framhaldið er í þessu stríði. Það er engin friðsamleg lausn í sjónmáli. Það eru engir slíkir kostir á borðinu sem er auðvitað mjög dapurlegt, og nú hefur stríðið staðið í nærri því ár. Ég tók það líka fram að þessi ákvörðun er tekin að ígrunduðu ráði hjá Þjóðverjum og í nánu samráði við þeirra bandalagsþjóðir, okkar bandalagsþjóðir. Ég skildi það vel að þeir hefðu gefið sér þennan tíma í þessa ákvörðun, því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Olaf Scholz staðfesti á fréttamannafundinum að hann myndi sækja heim leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí. Fundurinn væri að hans mati mjög mikilvægur. Þá var Katrín spurð að því á fundinum hvort Ísland hygðist ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar en ítrekaði mikilvægi sambands Íslands við ríki Evrópu sem hún liti á sem nánustu vini Íslendinga. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Hún átti fund með Olaf Scholz kanslara í Berlín í dag skömmu eftir að hann greindi þýska þinginu frá ákvörðunum sinni um að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig. Á sameiginlegum fréttamannafundi Olafs og Katrínar var hún spurð hvort hún óttaðist að þessi ákvörðun Þjóðverja myndi stigmagna stríðið í Úkraínu. „Auðvitað erum við öll með áhyggjur af því hvert framhaldið er í þessu stríði. Það er engin friðsamleg lausn í sjónmáli. Það eru engir slíkir kostir á borðinu sem er auðvitað mjög dapurlegt, og nú hefur stríðið staðið í nærri því ár. Ég tók það líka fram að þessi ákvörðun er tekin að ígrunduðu ráði hjá Þjóðverjum og í nánu samráði við þeirra bandalagsþjóðir, okkar bandalagsþjóðir. Ég skildi það vel að þeir hefðu gefið sér þennan tíma í þessa ákvörðun, því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Olaf Scholz staðfesti á fréttamannafundinum að hann myndi sækja heim leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí. Fundurinn væri að hans mati mjög mikilvægur. Þá var Katrín spurð að því á fundinum hvort Ísland hygðist ganga í Evrópusambandið. Katrín sagði það ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar en ítrekaði mikilvægi sambands Íslands við ríki Evrópu sem hún liti á sem nánustu vini Íslendinga.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira