Draga tilnefningu tólf ára barns til Razzie-verðlauna til baka Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2023 11:53 Ryan Kiera Armstrong var tilnefnd fyrir frammistöðu sína í myndinni Firestarter sem byggir á sögu Stephen King. Getty Aðstandendur Razzie-verðlaunanna hafa ákveðið að draga tilnefningu hinnar tólf ára Ryan Kiera Armstrong til verðlaunanna til baka. Aðstandendur verðlaunanna hafa sætt mikilli gagnrýni vegna ákvörðunarinnar að tilnefna stúlkuna og hafa þeir verið sakaðir um að leggja barn í einelti. Þeir hafa nú beðist afsökunar á málinu. Armstrong er í hópi fimm sem tilnefndar eru sem „versta leikkonan“ vegna frammistöðu sinnar í hryllingsmyndinni Firestarter. Um er að ræða endurgerð á kvikmynd frá árinu 1984 sem skartaði Drew Barrymore í aðalhlutverki og byggði á sögu Stephen King. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. In light of feedback (which we ve come to agree with) the @RazzieAwards will not be including Ryan Kiera Armstrong on the final voting ballot. @DevonESawa— The Razzie® Awards (@RazzieAwards) January 25, 2023 Margir gagnrýndu forsvarsmenn Razzie-verðlaunanna harðlega vegna tilnefningarinnar. „Ef þú hélt að Razzie-verðlaunin myndu ákveða að vera ekki eins illgjörn að þessu sinni þá skaltu hugsa þig aftur um, þar sem í hópi tilnefndra í ár er Ryan Kiera Armstrong fyrir Firestarter, sem er tólf ára gömul,“ segir í grein Variety. Ritstjóri menningardeildar Independent segir að tilnefningin ýti undir að réttast sé að leggja af verðlaunahátíðina. Aðrar leikkonur sem tilnefndar voru í flokknum í ár voru Bryce Dallas Howard fyrir Jurassic Park: Dominion, Diane Keaton fyrir Mack & Rita, Kaya Scodelario fyrir The King’s Daughter og Alicia Silverstone fyrir The Requin. Hin tólf ára Armstrong hefur leikið í átta kvikmyndum á ferlinum og þremur sjónvarpsþáttaröðum, meðal annars American Horror Story. Hollywood Razzie-verðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Armstrong er í hópi fimm sem tilnefndar eru sem „versta leikkonan“ vegna frammistöðu sinnar í hryllingsmyndinni Firestarter. Um er að ræða endurgerð á kvikmynd frá árinu 1984 sem skartaði Drew Barrymore í aðalhlutverki og byggði á sögu Stephen King. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. In light of feedback (which we ve come to agree with) the @RazzieAwards will not be including Ryan Kiera Armstrong on the final voting ballot. @DevonESawa— The Razzie® Awards (@RazzieAwards) January 25, 2023 Margir gagnrýndu forsvarsmenn Razzie-verðlaunanna harðlega vegna tilnefningarinnar. „Ef þú hélt að Razzie-verðlaunin myndu ákveða að vera ekki eins illgjörn að þessu sinni þá skaltu hugsa þig aftur um, þar sem í hópi tilnefndra í ár er Ryan Kiera Armstrong fyrir Firestarter, sem er tólf ára gömul,“ segir í grein Variety. Ritstjóri menningardeildar Independent segir að tilnefningin ýti undir að réttast sé að leggja af verðlaunahátíðina. Aðrar leikkonur sem tilnefndar voru í flokknum í ár voru Bryce Dallas Howard fyrir Jurassic Park: Dominion, Diane Keaton fyrir Mack & Rita, Kaya Scodelario fyrir The King’s Daughter og Alicia Silverstone fyrir The Requin. Hin tólf ára Armstrong hefur leikið í átta kvikmyndum á ferlinum og þremur sjónvarpsþáttaröðum, meðal annars American Horror Story.
Hollywood Razzie-verðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37