Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. janúar 2023 08:01 Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Það að trúa tilheyrir þó engum öðrum en einstaklingnum og það er mikilvægt að þátttaka í trúfélagi sé að meðvituðu frumkvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað persónulegt mál en því til viðbótar er hins vegar að rétturinn til að standa utan félaga er stjórnarskrárvarinn og ekki síður mikilvægur en trúfrelsið. Í vikunni lagði ég fram ásamt nokkrum ágætum þingmönnum frumvarp sem felur í sér breytingar á skráningum í trúfélög. Breytingarnar miða einkum að því að verja börn gagnvart því að ríkið sjálfkrafa skrái þau í trúfélög foreldra án undangengins samþykkis þeirra sjálfra eða foreldranna. Núverandi lög fara gegn félagafrelsinu Sjálfkrafa skráning ríkisins í trúfélög fer illa að félagafrelsinu og gengur því breytingin út á að skráning í trúfélag verði eingöngu gerð af foreldrum eða forráðamönnum sem fara með persónulega hagi þess en ríkisvaldið hafi ekki frumkvæði að ákvörðun um félagsaðild barna, hvorki með sjálfkrafa skráningu né öðrum leiðum. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um þá breytingu að 12 ára börnum er veittheimild til að ákveða félagsaðild sína í trúfélagi í stað 16 ára eins og kveðið er á um í dag.Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að 12 ára gamalt barn hafi nægilegan þroska til að hafa skoðun á því í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag það er skráð – og því eðlilegt að réttur barnsins til skráningar fylgi þá með og sé ekki þrengri en nauðsynlegt er. Þá er í frumvarpi mínu einnig að finna breytingu á núgildandi lögum sem afnemur ákvæði um að við úrsögn úr skráðu trúfélagi skuli beina beiðni um úrsögn til forstöðumanns þess félags sem í hlut á. Sú framkvæmd er augljóslega vond þar sem úrsögn getur verið persónulegt og erfitt mál og tengist jafnvel persónulegri reynslu eða samskiptum innan trúfélagsins. Grundvallaratriði að fólk velji trú sína Frumvarpið snýst í grunninn um að lögin endurspegli almenn réttindi og frelsi einstaklingsins, í þessu tilfelli félagafrelsi og að ríkisvaldið taki ekki ákvarðanir fyrir einstaklinginn að óþörfu. Frumvarpið hefur engin bein áhrif á tekjustofna trúfélaga þar sem fé fylgir ekki skráðum einstaklingum í trúfélög fyrr en við 16 ára aldur. Því er ekki beint á nokkurn hátt gegn Þjóðkirkjunni, öðrum trúfélögum eða trú almennt. Trú- og lífsskoðunarfélög leika gríðarlega mikilvæg hlutverk í samfélaginu hjá þeim sem þau aðhyllast og munu áfram gera. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ríkisvaldið hlutist til um í hvaða trú- eða lífskoðunarfélögum fólk er í án skýrrar afstöðu þess sjálfs þar sem grundvallaratriði er að trú er nokkuð sem fólk finnur hjá sjálfu sér og velur að verða hluti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Það að trúa tilheyrir þó engum öðrum en einstaklingnum og það er mikilvægt að þátttaka í trúfélagi sé að meðvituðu frumkvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað persónulegt mál en því til viðbótar er hins vegar að rétturinn til að standa utan félaga er stjórnarskrárvarinn og ekki síður mikilvægur en trúfrelsið. Í vikunni lagði ég fram ásamt nokkrum ágætum þingmönnum frumvarp sem felur í sér breytingar á skráningum í trúfélög. Breytingarnar miða einkum að því að verja börn gagnvart því að ríkið sjálfkrafa skrái þau í trúfélög foreldra án undangengins samþykkis þeirra sjálfra eða foreldranna. Núverandi lög fara gegn félagafrelsinu Sjálfkrafa skráning ríkisins í trúfélög fer illa að félagafrelsinu og gengur því breytingin út á að skráning í trúfélag verði eingöngu gerð af foreldrum eða forráðamönnum sem fara með persónulega hagi þess en ríkisvaldið hafi ekki frumkvæði að ákvörðun um félagsaðild barna, hvorki með sjálfkrafa skráningu né öðrum leiðum. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um þá breytingu að 12 ára börnum er veittheimild til að ákveða félagsaðild sína í trúfélagi í stað 16 ára eins og kveðið er á um í dag.Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að 12 ára gamalt barn hafi nægilegan þroska til að hafa skoðun á því í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag það er skráð – og því eðlilegt að réttur barnsins til skráningar fylgi þá með og sé ekki þrengri en nauðsynlegt er. Þá er í frumvarpi mínu einnig að finna breytingu á núgildandi lögum sem afnemur ákvæði um að við úrsögn úr skráðu trúfélagi skuli beina beiðni um úrsögn til forstöðumanns þess félags sem í hlut á. Sú framkvæmd er augljóslega vond þar sem úrsögn getur verið persónulegt og erfitt mál og tengist jafnvel persónulegri reynslu eða samskiptum innan trúfélagsins. Grundvallaratriði að fólk velji trú sína Frumvarpið snýst í grunninn um að lögin endurspegli almenn réttindi og frelsi einstaklingsins, í þessu tilfelli félagafrelsi og að ríkisvaldið taki ekki ákvarðanir fyrir einstaklinginn að óþörfu. Frumvarpið hefur engin bein áhrif á tekjustofna trúfélaga þar sem fé fylgir ekki skráðum einstaklingum í trúfélög fyrr en við 16 ára aldur. Því er ekki beint á nokkurn hátt gegn Þjóðkirkjunni, öðrum trúfélögum eða trú almennt. Trú- og lífsskoðunarfélög leika gríðarlega mikilvæg hlutverk í samfélaginu hjá þeim sem þau aðhyllast og munu áfram gera. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ríkisvaldið hlutist til um í hvaða trú- eða lífskoðunarfélögum fólk er í án skýrrar afstöðu þess sjálfs þar sem grundvallaratriði er að trú er nokkuð sem fólk finnur hjá sjálfu sér og velur að verða hluti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun