Harmageddon vaknar til lífs á ný: „Áhorfendur mega búast við látum“ Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2023 10:34 Frosti Logason er mættur aftur með Harmageddon og hann lofar látum. vísir/vilhelm Frosti Logason fjölmiðlamaður endurvekur útvarpsþáttinn Harmageddon, nú sem myndhlaðvarp og segist í samtali við Vísi ætla þar að segja það sem allir eru að hugsa en fáir þori að segja. Frosti Logason, sem áratugum saman var annar umsjónarmaður útvarpsþáttarins Harmageddon, hefur boðað endurkomu hins umdeilda og vinsæla þáttar en með breyttu sniði. Harmageddon hefur legið í láginni allt síðan fram komu ásakanir um á hendur Frosta um óásættanlega framgöngu, áreiti og hótanir, gegn fyrrverandi kærustu sinni. Frosti sagði í kjölfarið upp störfum hjá Sýn og fór á sjóinn. Hann er nú kominn í land og sendi frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum nú í morgun þar sem hann boðar endurkomu þáttarins. „Að þessu sinni verður þátturinn fáanlegur á efnisveitunni www.brotkast.is. Brotkast er lítið fjölskyldufyrirtæki sem við eiginkona mín, Helga Gabríela höfum sett á fót og vonum við að það eigi eftir að vaxa vel og dafna á næstu misserum. Frosti segir að fyrirtækið sé að verulegu leyti fjármagnað með sjómennskunni sem hann hefur stundað frá því að Harmageddon fór í pásu. Baldur Kristjánsson Við byrjum með 6 mismunandi þætti en eigum eftir að bæta við þáttastjórnendum á komandi vikum og mánuðum. Mér þætti vænt um að vinir mínir og kunningjar vildu styrkja þetta framtak okkar með því að næla sér í áskrift á einungis 1.669kr á mánuði. Góðar stundir,“ segir Frosti í tilkynningu á Facebook. Frosti segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið í pípunum allt síðan hann hætti hjá Sýn í júlí á síðasta ári. „Það hefur tekið tíma að koma þessu á fót og ég var á sjónum mest allan tímann samhliða því að ég vann að þessu,“ segir Frosti. Hann segir í mörg horn að líta þegar verkefni sem þetta er annars vegar, það þurfi að setja upp kerfi, stúdíó, vefsíðu, áskriftakerfið, smáforrit fyrir síma og svo framvegis. Fjármagnað með sjómennskunni Frosti segir enga fjárfesta aðra en þau hjónin koma að þessu. „Þetta er ég að fjármagna með verðmætum sem ég dró úr Atlantshafinu. Ég hef verið að vinna að þessu hægt og rólega og nú er stundin runnin upp. Í dag opnuðum við vefinn og áskriftagáttina. Fólk getur gengið þar að efni, Harmageddonþætti minnst tvisvat í viku. Þetta eru allt vídeópodcöst, nú er Harmageddon í fyrsta skipti í mynd,“ segir Frosti. Máni Pétursson, sem hefur verið hinn hluti tvíeykisins sem myndað hefur Harmageddon, verður ekki með að þessu sinni, að sögn Frosta. „Ég er með mér til halds og trausts tæknimann sem kemur sterkur inn. Ingimar Elíasson, meinfyndinn og skemmtilegur. Þátturinn er settur upp þannig að ég fer yfir málefni líðandi stundar og ráðandi er mitt sjónarhorn á fréttir hvers dags fyrir sig. Þannig er þetta svipað Harmageddon, eins og sá þáttur var í gegnum tíðina, en þó með nýjum áherslum, nýjum dagskrárliðum sem fylgja nýju formati.“ Frosti var fyrst að velta því fyrir sér, þegar hann var að bræða þetta með sér úti á reginhafi, að láta þáttinn heita Brottkast en ákvað svo að bjóða upp á nýyrðið Brotkast.vísir/vilhelm Nafn þáttarins er sérstakt. „Já, ég og eiginkona mín stofnuðum þetta fyrirtæki, Brotkast. Ég var að hugsa um gömlu hljómsveitarnöfnin, Trúbrot og Brimkló. Ákvað að búa til nýtt íslenskt orð eins og Árni Johnsen gerði á sínum tíma,“ segir Frosti. Hann segir að þetta hafi hann verið að bræða með sér meðan hann var úti á sjó. Áhorfendur mega búast við látum „Ég var fyrst að láta mér detta í hug brottkast.“ Já, sem sjómenn stunda í stórum stíl? „Nei. Það er einmitt ekki svo. Það er ekkert til í að við sjómenn stundum það. Reyndar kom mér á óvart hversu vel sjómenn ganga um hafið og merkilegt að kynnast þessu, ekki svo mikið sem eitt karamellubréf fer út í sjó og allur fiskur hirtur,“ segir Frosti sem var á línubátum, fyrst á Vésteini GK eða Grindavík, og svo Háey 1, sem gerður er út frá Raufarhöfn. „Tveir bestu línubátar flotans. Stórkostleg áhöfn og skipstjórar,“ segir Frosti. Og bætir því við að nýyrðið vísi til enska orðsins „broadcast“ og geti vel átt við um vídeóhlaðvörp. „Áhorfendur mega búast við látum, mikið fjör og ekkert skafið af því. Það er svo þægilegt, þegar maður er sinn eigin herra, að geta sagt það sem allir eru að hugsa en fáir þora að segja.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Frosti er kominn í land og byrjar aftur með Harmageddon Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er hættur á sjónum, að minnsta kosti í bili, og hyggur á endurkomu í fjölmiðla. Hann tilkynnti þetta á Facebook í morgun. 23. janúar 2023 10:20 Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Frosti gengst við ásökunum fyrrverandi kærustu Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, segist gangast við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar um andlegt ofbeldi en viðtal við hana birtist í Stundinni í morgun. Hann er kominn í leyfi frá störfum hjá Stöð 2. 16. mars 2022 20:06 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Frosti Logason, sem áratugum saman var annar umsjónarmaður útvarpsþáttarins Harmageddon, hefur boðað endurkomu hins umdeilda og vinsæla þáttar en með breyttu sniði. Harmageddon hefur legið í láginni allt síðan fram komu ásakanir um á hendur Frosta um óásættanlega framgöngu, áreiti og hótanir, gegn fyrrverandi kærustu sinni. Frosti sagði í kjölfarið upp störfum hjá Sýn og fór á sjóinn. Hann er nú kominn í land og sendi frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum nú í morgun þar sem hann boðar endurkomu þáttarins. „Að þessu sinni verður þátturinn fáanlegur á efnisveitunni www.brotkast.is. Brotkast er lítið fjölskyldufyrirtæki sem við eiginkona mín, Helga Gabríela höfum sett á fót og vonum við að það eigi eftir að vaxa vel og dafna á næstu misserum. Frosti segir að fyrirtækið sé að verulegu leyti fjármagnað með sjómennskunni sem hann hefur stundað frá því að Harmageddon fór í pásu. Baldur Kristjánsson Við byrjum með 6 mismunandi þætti en eigum eftir að bæta við þáttastjórnendum á komandi vikum og mánuðum. Mér þætti vænt um að vinir mínir og kunningjar vildu styrkja þetta framtak okkar með því að næla sér í áskrift á einungis 1.669kr á mánuði. Góðar stundir,“ segir Frosti í tilkynningu á Facebook. Frosti segir í samtali við Vísi að þetta hafi verið í pípunum allt síðan hann hætti hjá Sýn í júlí á síðasta ári. „Það hefur tekið tíma að koma þessu á fót og ég var á sjónum mest allan tímann samhliða því að ég vann að þessu,“ segir Frosti. Hann segir í mörg horn að líta þegar verkefni sem þetta er annars vegar, það þurfi að setja upp kerfi, stúdíó, vefsíðu, áskriftakerfið, smáforrit fyrir síma og svo framvegis. Fjármagnað með sjómennskunni Frosti segir enga fjárfesta aðra en þau hjónin koma að þessu. „Þetta er ég að fjármagna með verðmætum sem ég dró úr Atlantshafinu. Ég hef verið að vinna að þessu hægt og rólega og nú er stundin runnin upp. Í dag opnuðum við vefinn og áskriftagáttina. Fólk getur gengið þar að efni, Harmageddonþætti minnst tvisvat í viku. Þetta eru allt vídeópodcöst, nú er Harmageddon í fyrsta skipti í mynd,“ segir Frosti. Máni Pétursson, sem hefur verið hinn hluti tvíeykisins sem myndað hefur Harmageddon, verður ekki með að þessu sinni, að sögn Frosta. „Ég er með mér til halds og trausts tæknimann sem kemur sterkur inn. Ingimar Elíasson, meinfyndinn og skemmtilegur. Þátturinn er settur upp þannig að ég fer yfir málefni líðandi stundar og ráðandi er mitt sjónarhorn á fréttir hvers dags fyrir sig. Þannig er þetta svipað Harmageddon, eins og sá þáttur var í gegnum tíðina, en þó með nýjum áherslum, nýjum dagskrárliðum sem fylgja nýju formati.“ Frosti var fyrst að velta því fyrir sér, þegar hann var að bræða þetta með sér úti á reginhafi, að láta þáttinn heita Brottkast en ákvað svo að bjóða upp á nýyrðið Brotkast.vísir/vilhelm Nafn þáttarins er sérstakt. „Já, ég og eiginkona mín stofnuðum þetta fyrirtæki, Brotkast. Ég var að hugsa um gömlu hljómsveitarnöfnin, Trúbrot og Brimkló. Ákvað að búa til nýtt íslenskt orð eins og Árni Johnsen gerði á sínum tíma,“ segir Frosti. Hann segir að þetta hafi hann verið að bræða með sér meðan hann var úti á sjó. Áhorfendur mega búast við látum „Ég var fyrst að láta mér detta í hug brottkast.“ Já, sem sjómenn stunda í stórum stíl? „Nei. Það er einmitt ekki svo. Það er ekkert til í að við sjómenn stundum það. Reyndar kom mér á óvart hversu vel sjómenn ganga um hafið og merkilegt að kynnast þessu, ekki svo mikið sem eitt karamellubréf fer út í sjó og allur fiskur hirtur,“ segir Frosti sem var á línubátum, fyrst á Vésteini GK eða Grindavík, og svo Háey 1, sem gerður er út frá Raufarhöfn. „Tveir bestu línubátar flotans. Stórkostleg áhöfn og skipstjórar,“ segir Frosti. Og bætir því við að nýyrðið vísi til enska orðsins „broadcast“ og geti vel átt við um vídeóhlaðvörp. „Áhorfendur mega búast við látum, mikið fjör og ekkert skafið af því. Það er svo þægilegt, þegar maður er sinn eigin herra, að geta sagt það sem allir eru að hugsa en fáir þora að segja.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Frosti er kominn í land og byrjar aftur með Harmageddon Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er hættur á sjónum, að minnsta kosti í bili, og hyggur á endurkomu í fjölmiðla. Hann tilkynnti þetta á Facebook í morgun. 23. janúar 2023 10:20 Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08 Frosti gengst við ásökunum fyrrverandi kærustu Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, segist gangast við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar um andlegt ofbeldi en viðtal við hana birtist í Stundinni í morgun. Hann er kominn í leyfi frá störfum hjá Stöð 2. 16. mars 2022 20:06 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Frosti er kominn í land og byrjar aftur með Harmageddon Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er hættur á sjónum, að minnsta kosti í bili, og hyggur á endurkomu í fjölmiðla. Hann tilkynnti þetta á Facebook í morgun. 23. janúar 2023 10:20
Frosti kominn í leyfi frá störfum Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Stöð 2. Þetta segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóra miðla Stöðvar 2, í samtali við fréttastofu. 17. mars 2022 16:08
Frosti gengst við ásökunum fyrrverandi kærustu Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður og sjónvarpsmaður á Stöð 2, segist gangast við ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar um andlegt ofbeldi en viðtal við hana birtist í Stundinni í morgun. Hann er kominn í leyfi frá störfum hjá Stöð 2. 16. mars 2022 20:06