Minningarathöfn Lisu Marie Presley: Vinir, ættingjar og aðdáendur heiðra stjörnuna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. janúar 2023 22:36 Hér má sjá hinsta hvíldarstað Lisu Marie. Getty/Jason Kempin Minningarathöfn var haldin í dag á lóð Graceland setursins í Memphis í Tennessee til minningar um Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley. Lisa Marie lést úr hjartastoppi þann 13. janúar síðastliðinn. Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44
Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45
Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16