Goðsögn pönksins vill taka þátt í Eurovision Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. janúar 2023 16:00 Það kemur í ljós þ. 3. febrúar nk. hvort John Lydon og hljómsveit hans, Public Image Ltd. verða fulltrúar Írlands í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Liverpool laugardaginn 13. maí. Jonathan Brady/Getty Images Þjóðirnar 37 sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í vor eru smám saman farnar að velja framlag sitt. Írland, sem hefur unnið keppnina 7 sinnum, eða oftar en nokkur önnur þjóð, velur framlag sitt í byrjun næsta mánaðar. Þar hefur einn keppandi algerlega stolið senunni og í raun reitt marga til reiði. Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi. Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi.
Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08