Nketiah hetja Arsenal gegn Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Markaskorarar Arsenal í kvöld.
Markaskorarar Arsenal í kvöld. John Walton/Getty Images

Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir komust yfir þökk sé glæsimarki Marcus Rashford. Gestirnir unnu boltann þá á vallarhelmingi Arsenal. Boltinn barst á Rashford sem fíflaði Thomas Partey upp úr skónum og lét veða af löngu færi. Boltinn flaug niðri í hægra hornið og Man United óvænt komið yfir eftir að hafa verið í vörn framan af leik.

Eddie Nketiah jafnaði metin skömmu síðar eftir vel útfærða hornspyrnu heimaliðsins. Að sama skapi má segja að varnarmenn Man United hafi sofnað á verðinum og staðan 1-1 í hálfleik.

Bukayo Saka kom Arsenal yfir með frábæru marki í síðari hálfleik, hann kom inn af hægri vængnum og smellti boltanum í hornið fjær. Frábært skot og Skytturnar komnar yfir.

Aftur entist forystan ekki lengi en Lisandro Martínez jafnaði metin með skalla nánast frá jörðu þegar Aaron Ramsdale missti hornspyrnu Christian Eriksen frá sér. Það var hins vegar Nketiah sem reyndist hetja dagsins þegar hann stýrði fyrirgjöf Martin Ødegaard. Lokatölur í Lundúnum 3-2 toppliðinu i vil. 

Arsenal er áfram á toppi deildarinnar, nú með 50 stig að loknum 19 leikjum. Man United er með 39 stig að loknum 20 leikjum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira