„Hafði áhyggjur þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 00:37 Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét Mate Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sína menn eftir þriðja sigur liðsins í röð. „Lykillinn var að vera á pari við þeirra einbeitingu og ákefð sem við vorum helvíti langt frá í fyrri hálfleik,“ sagði Mate. „Ég sagði svo margt í hálfleik, mjög mikið af hvatningarorðum,“ sagði Mate sem vildi ekki nefna neitt sérstakt. „Ég er ánægðastur með að eiginlega allt sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn náðist að laga strax í þriðja leikhluta. Með því fylgdu mjög mikil gæði, við opnuðum þá ítrekað með auðveldum fléttum. Við tókum miklu fleiri góðar ákvarðanir heldur en rangar.“ Mate var ánægður að margir komu með eitthvað að borðinu þó að þeir hafi ekki allir skorað stig í leiknum. Hann nefndi sérstaklega Breka Gylfason sem átti mun betri seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort hann hafði áhyggjur af því að vörðu skot heimamanna, sem voru alls sex í leiknum, myndu fara í hausinn á sínum mönnum. „Ég hafði áhyggjur af því þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík.“ Mate á þar við hörkutroðslu frá Hilmari Smára Henningssyni í seinni hálfleiknum. Daníel Ágúst Halldórsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka eftir að hafa komið frá Þórsurum á dögunum. „Danni spilaði miklu meira út af meiðslum hjá Róberti. Einhvern tímann kallaði einhver kerfi sem hann kunni ekki og menn voru eitthvað að garga á hann. Það er mjög erfitt að spila leik þar sem andstæðingurinn verður að ná sigri og þú ert búinn að æfa tvisvar sinnum með liðinu. Mér fannst hann spila í góðu „comfort-zone-i“ og lofar mjög góðu.“ Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra eins og tvö lið fyrir ofan þá. Eru Haukar með eitthvað annað markmið en að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Eigum við ekki að byrja á því að halda okkur í topp fjórum og ná sigri gegn KR sem tók sigur í kvöld,“ sagði Mate að lokum. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
„Lykillinn var að vera á pari við þeirra einbeitingu og ákefð sem við vorum helvíti langt frá í fyrri hálfleik,“ sagði Mate. „Ég sagði svo margt í hálfleik, mjög mikið af hvatningarorðum,“ sagði Mate sem vildi ekki nefna neitt sérstakt. „Ég er ánægðastur með að eiginlega allt sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn náðist að laga strax í þriðja leikhluta. Með því fylgdu mjög mikil gæði, við opnuðum þá ítrekað með auðveldum fléttum. Við tókum miklu fleiri góðar ákvarðanir heldur en rangar.“ Mate var ánægður að margir komu með eitthvað að borðinu þó að þeir hafi ekki allir skorað stig í leiknum. Hann nefndi sérstaklega Breka Gylfason sem átti mun betri seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort hann hafði áhyggjur af því að vörðu skot heimamanna, sem voru alls sex í leiknum, myndu fara í hausinn á sínum mönnum. „Ég hafði áhyggjur af því þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík.“ Mate á þar við hörkutroðslu frá Hilmari Smára Henningssyni í seinni hálfleiknum. Daníel Ágúst Halldórsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka eftir að hafa komið frá Þórsurum á dögunum. „Danni spilaði miklu meira út af meiðslum hjá Róberti. Einhvern tímann kallaði einhver kerfi sem hann kunni ekki og menn voru eitthvað að garga á hann. Það er mjög erfitt að spila leik þar sem andstæðingurinn verður að ná sigri og þú ert búinn að æfa tvisvar sinnum með liðinu. Mér fannst hann spila í góðu „comfort-zone-i“ og lofar mjög góðu.“ Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra eins og tvö lið fyrir ofan þá. Eru Haukar með eitthvað annað markmið en að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Eigum við ekki að byrja á því að halda okkur í topp fjórum og ná sigri gegn KR sem tók sigur í kvöld,“ sagði Mate að lokum.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22 Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22