„Hafði áhyggjur þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2023 00:37 Maté Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét Mate Dalmay, þjálfari Hauka, var ánægður með sína menn eftir þriðja sigur liðsins í röð. „Lykillinn var að vera á pari við þeirra einbeitingu og ákefð sem við vorum helvíti langt frá í fyrri hálfleik,“ sagði Mate. „Ég sagði svo margt í hálfleik, mjög mikið af hvatningarorðum,“ sagði Mate sem vildi ekki nefna neitt sérstakt. „Ég er ánægðastur með að eiginlega allt sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn náðist að laga strax í þriðja leikhluta. Með því fylgdu mjög mikil gæði, við opnuðum þá ítrekað með auðveldum fléttum. Við tókum miklu fleiri góðar ákvarðanir heldur en rangar.“ Mate var ánægður að margir komu með eitthvað að borðinu þó að þeir hafi ekki allir skorað stig í leiknum. Hann nefndi sérstaklega Breka Gylfason sem átti mun betri seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort hann hafði áhyggjur af því að vörðu skot heimamanna, sem voru alls sex í leiknum, myndu fara í hausinn á sínum mönnum. „Ég hafði áhyggjur af því þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík.“ Mate á þar við hörkutroðslu frá Hilmari Smára Henningssyni í seinni hálfleiknum. Daníel Ágúst Halldórsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka eftir að hafa komið frá Þórsurum á dögunum. „Danni spilaði miklu meira út af meiðslum hjá Róberti. Einhvern tímann kallaði einhver kerfi sem hann kunni ekki og menn voru eitthvað að garga á hann. Það er mjög erfitt að spila leik þar sem andstæðingurinn verður að ná sigri og þú ert búinn að æfa tvisvar sinnum með liðinu. Mér fannst hann spila í góðu „comfort-zone-i“ og lofar mjög góðu.“ Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra eins og tvö lið fyrir ofan þá. Eru Haukar með eitthvað annað markmið en að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Eigum við ekki að byrja á því að halda okkur í topp fjórum og ná sigri gegn KR sem tók sigur í kvöld,“ sagði Mate að lokum. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Lykillinn var að vera á pari við þeirra einbeitingu og ákefð sem við vorum helvíti langt frá í fyrri hálfleik,“ sagði Mate. „Ég sagði svo margt í hálfleik, mjög mikið af hvatningarorðum,“ sagði Mate sem vildi ekki nefna neitt sérstakt. „Ég er ánægðastur með að eiginlega allt sem við þurftum að laga eftir fyrri hálfleikinn náðist að laga strax í þriðja leikhluta. Með því fylgdu mjög mikil gæði, við opnuðum þá ítrekað með auðveldum fléttum. Við tókum miklu fleiri góðar ákvarðanir heldur en rangar.“ Mate var ánægður að margir komu með eitthvað að borðinu þó að þeir hafi ekki allir skorað stig í leiknum. Hann nefndi sérstaklega Breka Gylfason sem átti mun betri seinni hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hann var spurður hvort hann hafði áhyggjur af því að vörðu skot heimamanna, sem voru alls sex í leiknum, myndu fara í hausinn á sínum mönnum. „Ég hafði áhyggjur af því þangað til Hilmar fór og sturtaði einum alvöru í traffík.“ Mate á þar við hörkutroðslu frá Hilmari Smára Henningssyni í seinni hálfleiknum. Daníel Ágúst Halldórsson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Hauka eftir að hafa komið frá Þórsurum á dögunum. „Danni spilaði miklu meira út af meiðslum hjá Róberti. Einhvern tímann kallaði einhver kerfi sem hann kunni ekki og menn voru eitthvað að garga á hann. Það er mjög erfitt að spila leik þar sem andstæðingurinn verður að ná sigri og þú ert búinn að æfa tvisvar sinnum með liðinu. Mér fannst hann spila í góðu „comfort-zone-i“ og lofar mjög góðu.“ Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með níu sigra eins og tvö lið fyrir ofan þá. Eru Haukar með eitthvað annað markmið en að ná heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Eigum við ekki að byrja á því að halda okkur í topp fjórum og ná sigri gegn KR sem tók sigur í kvöld,“ sagði Mate að lokum.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 88-97 | Haukar höfðu betur í tilþrifamiklum leik í Þorlákshöfn Þórsarar tóku á móti Haukum í lokaleik 13. umferðar Subway-deildarinnar í kvöld og unnu gestirnir níu stiga sigur, 88-97, í Icelandic Glacial hölllinni. 20. janúar 2023 00:22