Leik lokið: ÍR - Tindastóll 81-96 | Sigur í fyrsta leik Pavels Dagur Lárusson skrifar 19. janúar 2023 22:26 Stólarnir unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Bára Tindastóll vann góðan 15 stiga sigur gegn ÍR í sínum fyrsta leik eftir að Pavel Ermolinskij tók við stjórnartaumunum hjá liðinu, lokatölur 81-96. Pavel tók við liðinu fyrir aðeins fimm dögum og hafði því ekki mikinn tíma með liðinu en fyrir leikinn var Tindastóll í sjöunda sæti deildarinnar með tólf stig á meðan ÍR var í tíunda með sex stig. Fyrstu fjórar mínútur leiksins voru það ÍR-ingar sem voru sterkari aðilinn og komust í forystu 7-4 en eftir það tóku gestirnir við sér. Þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan orðin 17-22 eða fimm stiga munur þar sem Litháinn Adomas var í aðalhlutverki hjá Tindastól. Annar leikhluti var virkilega skemmtilegur en fyrst um sinn voru það áfram gestirnir sem voru með öll völdin og virtust ætla að fara með þægilega forystu í hálfleikinn en Hákon Örn, leikmaður ÍR, var ekki á þeim buxunum að leyfa því að gerast. Þegar rúm ein mínúta var eftir tók Hákon Örn málin í sínar hendur og setti niður tvö þriggja stiga skot í röð og jafnaði metin. Martin Paasoja kom ÍR síðan yfir áður en tíminn var búinn. Staðan 42-41 í hálfleik. Spennann undir lok fyrri hálfleiksins skilaði sér einnig inn í þriðja leikhluta því þar var leikurinn hnífjafn og liðin skiptust á að vera með tveggja til þriggja stiga forystu. Þeim leikhluta lauk með stöðunni 65-65 og þá tók við fjórði og síðasti leikhlutinn. Í fjórða leikhluta voru það síðan gestirnir sem náðu tökum á leiknum á ný og sigldu sigrinum heim. Gestirnir fengu mikinn stuðning úr stúkunni og það var nánast áþreifanlegt að sá stuðningur hafði áhrif á leikinn. Lokatölur leiksins 81-96 og því náði Pavel sigri í sínum fyrsta leik með Tindastól. Af hverju vann Tindastóll? Undir lokin voru það gæðin í liði Tindastóls sem skinu í gegn, ekki bara einstaklings gæðin heldur einnig gæðin í liðsheildinni sjálfri. Síðan hafði stuðningurinn stemningin í stúkunni sittt að segja. Hverjir stóðu uppúr? Pétur Rúnar var frábær í liði gestanna, skoraði 20 stig og vann boltann oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Hvað fór illa? ÍR-ingar náðu oft á tíðum upp mjög mikilli stemningu í liðinu sem smitaðist í stúkuna en sú stemning fór alltaf niður við minnsta mótlæti og það gerðist ekki hjá Tindastól. Það vantaði kannski smá upp á karakterinn hjá liðsmönnum ÍR-inga á köflum. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍR er gegn Stjörnunni eftir viku og næsti leikur Tindastóls er gegn Njarðvík sama kvöld eða 26.janúar. Ísak Wíum: Hundfúlt að tapa Ísak Wíum á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Bára „Það er hundfúlt að tapa, get ekki sagt mikið meira en það,“ byrjaði Ísak Wíum, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „Það er erfitt að segja til um það hvar þessi leikur vannst og hvar hann tapaðist, við áttum góða kafla en einnig líka mjög slæma. Við vorum ágætir í að sækja að körfunni en það var ekki nóg,“ hélt Ísak áfram að segja. „Mér fannst við að vísu taka skref fram á við í sóknarleiknum, það er eitthvað sem ég get tekið úr þessum leik á jákvæðan hátt,” sagði fáorður Ísak Wíum eftir leik. Subway-deild karla ÍR UMF Njarðvík
Tindastóll vann góðan 15 stiga sigur gegn ÍR í sínum fyrsta leik eftir að Pavel Ermolinskij tók við stjórnartaumunum hjá liðinu, lokatölur 81-96. Pavel tók við liðinu fyrir aðeins fimm dögum og hafði því ekki mikinn tíma með liðinu en fyrir leikinn var Tindastóll í sjöunda sæti deildarinnar með tólf stig á meðan ÍR var í tíunda með sex stig. Fyrstu fjórar mínútur leiksins voru það ÍR-ingar sem voru sterkari aðilinn og komust í forystu 7-4 en eftir það tóku gestirnir við sér. Þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan orðin 17-22 eða fimm stiga munur þar sem Litháinn Adomas var í aðalhlutverki hjá Tindastól. Annar leikhluti var virkilega skemmtilegur en fyrst um sinn voru það áfram gestirnir sem voru með öll völdin og virtust ætla að fara með þægilega forystu í hálfleikinn en Hákon Örn, leikmaður ÍR, var ekki á þeim buxunum að leyfa því að gerast. Þegar rúm ein mínúta var eftir tók Hákon Örn málin í sínar hendur og setti niður tvö þriggja stiga skot í röð og jafnaði metin. Martin Paasoja kom ÍR síðan yfir áður en tíminn var búinn. Staðan 42-41 í hálfleik. Spennann undir lok fyrri hálfleiksins skilaði sér einnig inn í þriðja leikhluta því þar var leikurinn hnífjafn og liðin skiptust á að vera með tveggja til þriggja stiga forystu. Þeim leikhluta lauk með stöðunni 65-65 og þá tók við fjórði og síðasti leikhlutinn. Í fjórða leikhluta voru það síðan gestirnir sem náðu tökum á leiknum á ný og sigldu sigrinum heim. Gestirnir fengu mikinn stuðning úr stúkunni og það var nánast áþreifanlegt að sá stuðningur hafði áhrif á leikinn. Lokatölur leiksins 81-96 og því náði Pavel sigri í sínum fyrsta leik með Tindastól. Af hverju vann Tindastóll? Undir lokin voru það gæðin í liði Tindastóls sem skinu í gegn, ekki bara einstaklings gæðin heldur einnig gæðin í liðsheildinni sjálfri. Síðan hafði stuðningurinn stemningin í stúkunni sittt að segja. Hverjir stóðu uppúr? Pétur Rúnar var frábær í liði gestanna, skoraði 20 stig og vann boltann oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Hvað fór illa? ÍR-ingar náðu oft á tíðum upp mjög mikilli stemningu í liðinu sem smitaðist í stúkuna en sú stemning fór alltaf niður við minnsta mótlæti og það gerðist ekki hjá Tindastól. Það vantaði kannski smá upp á karakterinn hjá liðsmönnum ÍR-inga á köflum. Hvað gerist næst? Næsti leikur ÍR er gegn Stjörnunni eftir viku og næsti leikur Tindastóls er gegn Njarðvík sama kvöld eða 26.janúar. Ísak Wíum: Hundfúlt að tapa Ísak Wíum á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Bára „Það er hundfúlt að tapa, get ekki sagt mikið meira en það,“ byrjaði Ísak Wíum, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „Það er erfitt að segja til um það hvar þessi leikur vannst og hvar hann tapaðist, við áttum góða kafla en einnig líka mjög slæma. Við vorum ágætir í að sækja að körfunni en það var ekki nóg,“ hélt Ísak áfram að segja. „Mér fannst við að vísu taka skref fram á við í sóknarleiknum, það er eitthvað sem ég get tekið úr þessum leik á jákvæðan hátt,” sagði fáorður Ísak Wíum eftir leik.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum