„Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. janúar 2023 13:20 Geðdeild Landspítalans við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. Samtökin hvetja stjórnvöld til að forgangsraða fjármagni til geðheilbrigðismála og benda á að umfang geðheilsutengdra verkefna innan heilbrigðiskerfisins er um tuttugu og fimm prósent, en fjármagnið sem rennur til þessara verkefna aðeins um fimm prósent. „Undanfarin misseri höfum við fengið fréttir af málum sem tengjast þvingandi aðgerðum gagnvart notendum geðsviðs Landspítalans. Innilokun á herbergi, útivistarbann, símabann, skömmtun á mat og kaffi og jafnvel líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hluti þessara aðgerða er tilkomin vegna mönnunarvanda og óhentugs húsnæðis en stærstur hluti er vegna kerfisvanda og hugmyndafræði sem byggir um of á öryggis- og reglumenningu og virðir ekki mannréttindi notenda.“ Geðhjálp bendir á að Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þar sem fram kemur að hvers kyns nauðung og þvingum óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan samning. „Ítrekað hefur verið bent á að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög. Þetta hefur OPCAT eftirlit staðfest en því sinna óháðir aðilar og heimsækja þeir staði sem hýsa einstaklinga sem eru frelsissviptir. Samhliða núverandi endurskoðun lögræðislaga leggur Geðhjálp til að Ísland verði gert að þvingunarlausu landi sem tilraunarverkefni til þriggja ára.“ Vilja láta endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar Þá kemur fram í yfirlýsingu Geðhjálpar að hugmyndafræði og innihald meðferðar þarfnist endurskoðunar og umbóta.„Geðhjálp vill vera opin fyrir nýjungum við meðferð sem eru fjölmargar í löndunum í kringum okkur og má þar nefna lyfjalausar deildir, opna samræðu (Open dialogue), fyrirfram gerðir samningar um meðferð, skjólhús og fleira. Húsnæði geðsviða LSH og SAK eru óhentug og löngu úr sér gengin. Mikilvægt að ráðast í úrbætur jafnhliða því sem hugmyndafræði er endurskoðuð.“ Samtökin telja einnig þörf á að efla samfélagsgeðþjónustu á vegum heilsugæslustöðva og samfélagsgeðteyma og segja mikilvægt að auka þjónustu á heimilum fólks og í nærumhverfi þess. Þá sé mikilvægt að huga að geðfræðslu í leik-og grunnskólum. „Niðurgreiðsla sálfræði- og samtalsmeðferða er mikilvægur hluti þeirra áherslu. Önnur áhersla Geðhjálpar miðar að því að fækka innlögnunum á geðdeildir með því að stórefla geðheilbrigðisþjónustu í samfélaginu. Ef þörf er á innlögn þarf sú þjónusta að vera nútímaleg, þjónandi og framsækin. Með öðrum orðum, að láta umfang og starfsemi nýrrar geðdeildar ráðast af stórauknu framboði og umfangi geðheilbrigðisþjónustu í samfélaginu utan sjúkrahúsa. Ein besta fjárfesting hvers samfélags er að huga að tengslamyndun barna fyrstu þúsund daga lífsins. Í framhaldi af því, að kenna börnum um verndandi þætti geðheilbrigðis og hvernig hægt er að nýta þá í daglegu lífi. Samhliða að kenna kennurum og uppfræðurum barna og ungmenna geðrækt. Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta. Setjum geðheilsu í forgang. Umfang geðheilsutengdra verkefna innan heilbrigðiskerfisins er um tuttugu og fimm prósent, en fjármagnið sem rennur til þessara verkefna aðeins um fimm prósent . Með því að forgangsraða ekki nægilegu fjármagni til geðheilbrigðismála stöndum við í vegi fyrir lífsgæðum heillar þjóðar.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Samtökin hvetja stjórnvöld til að forgangsraða fjármagni til geðheilbrigðismála og benda á að umfang geðheilsutengdra verkefna innan heilbrigðiskerfisins er um tuttugu og fimm prósent, en fjármagnið sem rennur til þessara verkefna aðeins um fimm prósent. „Undanfarin misseri höfum við fengið fréttir af málum sem tengjast þvingandi aðgerðum gagnvart notendum geðsviðs Landspítalans. Innilokun á herbergi, útivistarbann, símabann, skömmtun á mat og kaffi og jafnvel líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hluti þessara aðgerða er tilkomin vegna mönnunarvanda og óhentugs húsnæðis en stærstur hluti er vegna kerfisvanda og hugmyndafræði sem byggir um of á öryggis- og reglumenningu og virðir ekki mannréttindi notenda.“ Geðhjálp bendir á að Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þar sem fram kemur að hvers kyns nauðung og þvingum óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan samning. „Ítrekað hefur verið bent á að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög. Þetta hefur OPCAT eftirlit staðfest en því sinna óháðir aðilar og heimsækja þeir staði sem hýsa einstaklinga sem eru frelsissviptir. Samhliða núverandi endurskoðun lögræðislaga leggur Geðhjálp til að Ísland verði gert að þvingunarlausu landi sem tilraunarverkefni til þriggja ára.“ Vilja láta endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar Þá kemur fram í yfirlýsingu Geðhjálpar að hugmyndafræði og innihald meðferðar þarfnist endurskoðunar og umbóta.„Geðhjálp vill vera opin fyrir nýjungum við meðferð sem eru fjölmargar í löndunum í kringum okkur og má þar nefna lyfjalausar deildir, opna samræðu (Open dialogue), fyrirfram gerðir samningar um meðferð, skjólhús og fleira. Húsnæði geðsviða LSH og SAK eru óhentug og löngu úr sér gengin. Mikilvægt að ráðast í úrbætur jafnhliða því sem hugmyndafræði er endurskoðuð.“ Samtökin telja einnig þörf á að efla samfélagsgeðþjónustu á vegum heilsugæslustöðva og samfélagsgeðteyma og segja mikilvægt að auka þjónustu á heimilum fólks og í nærumhverfi þess. Þá sé mikilvægt að huga að geðfræðslu í leik-og grunnskólum. „Niðurgreiðsla sálfræði- og samtalsmeðferða er mikilvægur hluti þeirra áherslu. Önnur áhersla Geðhjálpar miðar að því að fækka innlögnunum á geðdeildir með því að stórefla geðheilbrigðisþjónustu í samfélaginu. Ef þörf er á innlögn þarf sú þjónusta að vera nútímaleg, þjónandi og framsækin. Með öðrum orðum, að láta umfang og starfsemi nýrrar geðdeildar ráðast af stórauknu framboði og umfangi geðheilbrigðisþjónustu í samfélaginu utan sjúkrahúsa. Ein besta fjárfesting hvers samfélags er að huga að tengslamyndun barna fyrstu þúsund daga lífsins. Í framhaldi af því, að kenna börnum um verndandi þætti geðheilbrigðis og hvernig hægt er að nýta þá í daglegu lífi. Samhliða að kenna kennurum og uppfræðurum barna og ungmenna geðrækt. Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta. Setjum geðheilsu í forgang. Umfang geðheilsutengdra verkefna innan heilbrigðiskerfisins er um tuttugu og fimm prósent, en fjármagnið sem rennur til þessara verkefna aðeins um fimm prósent . Með því að forgangsraða ekki nægilegu fjármagni til geðheilbrigðismála stöndum við í vegi fyrir lífsgæðum heillar þjóðar.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Dómsmál Tengdar fréttir Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn er ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16. janúar 2023 14:58
Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16. janúar 2023 13:17