„Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2023 10:27 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. Vísir/Vilhelm Kortavelta jókst um rúmlega eitt prósent að raunvirði í desember síðastliðinn miðað við sama mánuð 2021. Svo hægur hefur vöxtur kortaveltunnar ekki verið síðan í febrúar 2021. Ætla má að einkaneysla verði talsvert hægari á lokafjórðungi ársins 2022, eftir metvöxt á fyrstu níu mánuðunum. Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“ Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira