Vill banna kvendómara á HM karla Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 08:31 Systurnar Julie og Charlotte Bonaventura dæmdu á HM karla árið 2017 og eru enn að. Getty/Slavko Midzor Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg. Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira