Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar annna leik sinn á HM í handbolta í Svíþjóð í dag og líkt fyrir sigurleikinn á móti Portúgal á fimmtudagskvöldið þá er mikil stemmning í Fan Zone.
Íslendingar hafa fjölmennt til Kristianstad en þó að hafi verið vel mætt á Portúgalsleikinn þá hefur Íslendingum í borginni fjölgað mikið síðan þá. Ísland á því örugglega stúkuna á móti Ungverjum á eftir.
Það má segja sem svo að stuðningsfólk íslenska liðsins hafi hreinlega tekið yfir Kristianstad.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson tók af íslenska stuðningsfólkinu.




















