Manúela fékk heilablóðfall um jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. janúar 2023 16:16 Manúela Ósk Harðardóttir er framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi. Vísir/Vilhelm Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe á Íslandi lenti í því yfir hátíðirnar að fá heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Hún segist þakklát og heppin að ekki fór verr. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá. Þar sagði Manuela að hún hafi verið með mikinn höfuðverk daginn sem hún fékk heilablóðfallið en hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni þegar áfallið verður. „Ég fæ þarna heilablóðfall 21. desember og kemst strax undir læknishendur sem að bjargaði lífi mínu og var bara strax lögð inn og lá þar yfir hátíðirnar í allskonar rannsóknum,“ segir Manuela í samtali við Vísi og bætir því við að hún sé nú komin í meðferð á Grensás. Aðspurð hvernig líðan hennar sé núna segist Manuela þakklát fyrir að ekki fór verr. „Ég var mjög heppin og er þakklát fyrir allt og alla í kringum mig og þá hjálp og aðstoð og stuðning sem ég hef fengið. Þetta setur svolítið lífið í samhengi, maður einhvern veginn verður meðvitaðri um að allt getur gerst. Maður veit aldrei, það er náttúrulega áfall en líka rosalega góð áminning,“ segir Manuela. Tekur á andlegu hliðina Hún bætir því við að hún muni ná fullum bata og kveðst vera í frábærum höndum. Atvikið taki þó á andlega. „Ég er mjög bjartsýn, ég veit að ég mun ná fullum bata þó svo að ég hafi lamast. Ég lamaðist í andliti og í höndunum og gat ekki labbað fyrstu fimm dagana eða eitthvað svoleiðis. Það tók rosalega á mig andlega, ég held þetta sé, eins og staðan er núna, mikið stærri brekka fyrir mig andlega heldur en líkamlega,“ segir Manuela en mikill kvíði fylgi áfallinu. Hún segir kvíðann yfir því að sagan muni endurtaka sig alltaf svífa yfir. Það sé vinna að ná að byggja andlegu hliðina upp eftir áfallið. „Næstu vikurnar fara í að ná bata og svo fer ég svona hægt og rólega að fóta mig inn í eðlilegt líf, fara að vinna og svona. Það kemur alveg að því og það er vonandi ekkert of langt í það. Ég er rosalega heppin, ég veit af því og ég geri mér grein fyrir því að þetta hefði getað farið mikið verr svo ég er rosalega heppin og þakklát,“ segir Manuela. Stolt af Hrafnhildi Í venjulegu árferði væri Manuela stödd erlendis að hvetja íslenska keppandann í Miss Universe fegurðarsamkeppninni áfram. Fulltrúi Íslands í keppninni er að þessu sinni Hrafnhildur Haraldsdóttir og er keppnin haldin í New Orleans. „Það er náttúrulega alltaf þvílíkt áfall að lenda í svona og sérstaklega núna þegar ég var með stór plön fram undan en ég verð alltaf að setja heilsuna í fyrsta sæti það er bara þannig,“ segir Manuela og bætir því við að Hrafnhildur hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af henni. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk)
Heilsa Miss Universe Iceland Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira