Ný græn orkuauðlind Tinna Traustadóttir skrifar 17. janúar 2023 10:00 Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku. Raforkureikningur meðalstórs heimilis gæti hækkað um 140 kr. á mánuði í ár við kaup á upprunaábyrgðum og reikningur fremur stórs fyrirtækis um ríflega 2%. Svo eru það hinir sem ákveða að halda sig við fyrri kosti og velja sér þá raforkusala sem selja raforkuna án upprunaábyrgða. Hver og einn velur samkvæmt eigin hagsmunum og skoðunum. Raforkuverð á Íslandi til almennings og fyrirtækja hefur verið lágt og stöðugt alla tíð. Ákvörðun Landsvirkjunar um að láta upprunaábyrgðir ekki lengur fylgja með í heildsölu breytir engu þar um. Upphrópanir um mikla hækkun raforkuverðs vegna ákvörðunar okkar, jafnvel frá fyrirtækjum sem sjálf vinna sína raforku, eru fullkomlega rakalausar og óskiljanlegar. Bættur hagur orkufyrirtækis þjóðarinnar Það sem upprunaábyrgðir raforku gera hins vegar sannarlega er að bæta hag Landsvirkjunar, orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölunni 1 milljarður kr. og á síðasta ári námu þær 2 milljörðum. Lang stærsti hluti þeirra upprunaábyrgða voru seldar á meginlandi Evrópu og tekjurnar voru hrein viðbót í reksturinn. Rekstur Landvirkjunar hefur vænkast mjög á undanförnum árum og á síðasta ári greiddi fyrirtækið 15 milljarða kr. í arð, sem runnu beint í ríkissjóð. Ef Landsvirkjun seldi á ári hverju allar upprunaábyrgir, sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins, gætu tekjurnar af þeirri sölu numið öðrum 15 milljörðum kr. árlega. Evrópskt kerfi upprunaábyrgða hefur vafist fyrir mörgum enda er flestum tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni orkuvinnslu beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur í raun ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Það virkar þannig að þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. stórfyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa þá grænu orku úr bókhaldinu hérna heima og færa í stað inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Núna er kerfi upprunaábyrgða farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá hærra verð en ella og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Köstum ekki frá okkur tekjum Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt og ótvírætt: Orkufyrirtæki þjóðarinnar hámarkar afrakstur af þeim orkulindum sem því er treyst fyrir og hefur sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala á upprunaábyrgðum er í raun ný græn auðlind. Við ætlum ekki að kasta frá okkur – og þar með þjóðinni – þeim tekjum sem við eigum kost á vegna grænu orkuvinnslunnar okkar. Það er engin ástæða til að óttast kerfi upprunaábyrgða. Þvert á móti ættum við Íslendingar að fagna því sérstaklega að eiga þess kost að selja þau verðmæti. Landsvirkjun verður með opinn fund um upprunaábyrgðir á morgun, 18. janúar , kl. 9 á Hilton Reykjavík Nordica og í beinu streymi. Ég hvet alla til að fylgjast með fundinum og kynna sér málið nánar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Tinna Traustadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku. Raforkureikningur meðalstórs heimilis gæti hækkað um 140 kr. á mánuði í ár við kaup á upprunaábyrgðum og reikningur fremur stórs fyrirtækis um ríflega 2%. Svo eru það hinir sem ákveða að halda sig við fyrri kosti og velja sér þá raforkusala sem selja raforkuna án upprunaábyrgða. Hver og einn velur samkvæmt eigin hagsmunum og skoðunum. Raforkuverð á Íslandi til almennings og fyrirtækja hefur verið lágt og stöðugt alla tíð. Ákvörðun Landsvirkjunar um að láta upprunaábyrgðir ekki lengur fylgja með í heildsölu breytir engu þar um. Upphrópanir um mikla hækkun raforkuverðs vegna ákvörðunar okkar, jafnvel frá fyrirtækjum sem sjálf vinna sína raforku, eru fullkomlega rakalausar og óskiljanlegar. Bættur hagur orkufyrirtækis þjóðarinnar Það sem upprunaábyrgðir raforku gera hins vegar sannarlega er að bæta hag Landsvirkjunar, orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölunni 1 milljarður kr. og á síðasta ári námu þær 2 milljörðum. Lang stærsti hluti þeirra upprunaábyrgða voru seldar á meginlandi Evrópu og tekjurnar voru hrein viðbót í reksturinn. Rekstur Landvirkjunar hefur vænkast mjög á undanförnum árum og á síðasta ári greiddi fyrirtækið 15 milljarða kr. í arð, sem runnu beint í ríkissjóð. Ef Landsvirkjun seldi á ári hverju allar upprunaábyrgir, sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins, gætu tekjurnar af þeirri sölu numið öðrum 15 milljörðum kr. árlega. Evrópskt kerfi upprunaábyrgða hefur vafist fyrir mörgum enda er flestum tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni orkuvinnslu beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur í raun ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Það virkar þannig að þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. stórfyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa þá grænu orku úr bókhaldinu hérna heima og færa í stað inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Núna er kerfi upprunaábyrgða farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá hærra verð en ella og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Köstum ekki frá okkur tekjum Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt og ótvírætt: Orkufyrirtæki þjóðarinnar hámarkar afrakstur af þeim orkulindum sem því er treyst fyrir og hefur sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala á upprunaábyrgðum er í raun ný græn auðlind. Við ætlum ekki að kasta frá okkur – og þar með þjóðinni – þeim tekjum sem við eigum kost á vegna grænu orkuvinnslunnar okkar. Það er engin ástæða til að óttast kerfi upprunaábyrgða. Þvert á móti ættum við Íslendingar að fagna því sérstaklega að eiga þess kost að selja þau verðmæti. Landsvirkjun verður með opinn fund um upprunaábyrgðir á morgun, 18. janúar , kl. 9 á Hilton Reykjavík Nordica og í beinu streymi. Ég hvet alla til að fylgjast með fundinum og kynna sér málið nánar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar