Segir ferðaiðnaðinn sprunginn og pólitískan vilja vanta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2023 18:30 Formaður Landverndar er uggandi yfir spá Ferðamálastofu um að 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins á árinu. Innviðir landsins og náttúran sjálf séu að þolmörkum komin. Árin 2020 og 2021 komu mun færri ferðamenn hingað til lands en árin á undan vegna faraldurs kórónuveiru. Í fyrra fór sú þróun að snúast við og spáir ferðamálastofa því að á þessu ári muni 2,3 milljónir ferðamanna koma hingað til lands, sem er svipað og árið 2018. „Við erum komin að þolmörkum að mörgu leiti. Ekki bara gagnvart samfélaginu og vinnuaflinu og innviðunum heldur líka náttúrunni,“ segir Tryggvi Felixson formaður Landverndar og leiðsögumaður. Þó búið sé að bæta aðstöðu á mörgum vinsælum ferðamannastöðum sé það ekki nóg. Á þeim dögum sem flestir ferðamenn eru á ferli sé augljóst að fjöldinn er farinn að spilla að sumu leiti fyrir. „Það er þess vegna að við þurfum að gæta að þessu fjöreggi. Ferðamennirnir okkar eru besta auglýsingin og við viljum ekki spilla þeirra upplifun. Það er þeirra upplifun sem skiptir svo miklu máli og við viljum að þessi atvinnuvegur sé ekki bara góður í dag heldur líka í langa framtíð,“ segir Tryggvi. Sérstaða Íslands ekki síst friðsældin Ekki megi skemma möguleikann fyrir komandi kynslóðir til að nýta landið með þessum hætti. Eins sé hættulegt að setja öll eggin í sömu körfuna. „Það getur haft þær afleiðingar að við sinnum ekki öðrum þáttum efnahagslífsins nægilega vel. Við beinum of miklu fjármagni og vinnuafli að þessi geiri verði svo yfirmáta stór þannig ef eitthvað kemur fyrir, eins og gerðist í Covid, þá verði efnahagsáfallið enn meira,“ segir Tryggvi. „Sérstaða Íslands liggur í því að hér sé ekki allt fullt af ferðamönnum. Menn eru að upplifa stórkostlega náttúru en þeir þurfa líka að upplifa friðsæld og nálgast þá kyrrð sem við getum haft og góða upplifun í íslenskri náttúru.“ Innviðir ekki nógu sterkir til að taka á móti erlendu vinnuafli Það sé löngu tímabært að mörk séu sett og vöxturinn sé tempraður. „Nú vantar pólitískan vilja og styrk til að taka á þessu. Ég veit það er ekki auðvelt en ef við viljum halda þessum atvinnuvegi góðum um langa framtíð verðum við að gera það.“ Hvað ferðamannafjöldann varðar ríki stefnuleysi. „Þetta virðist bara vaxa og vaxa og menn stækka og stækka flugstöðina, eins og hún sé bara sjálfstæður heimur á Íslandi. Við eigum hana öll saman og eigum að fá að stýra henni saman,“ segir Tryggvi en segir að margt hafi tekist vel. „Afkastagetan hefur aukist, við erum að mennta fólk en fjöldinn vex of mikið og við þurfum að fá of mikla aðstoð erlendis frá og það hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Tryggvi. „Við þurfum að taka vel á móti verkafólkinu, bjóða því góða heilbrigðisþjónustu, skóla og fleira. Það virðist vera sem þetta kalli á sífellt meiri krafta af okkar hálfu til að sinna þessum hluta ferðaþjónustunnar líka: Að sinna fólkinu sem kemur hingað og vill leggja sitt af mörkum til þess að við getum tekið vel á móti ferðamönnunum. Það er mjög mikill örvöxtur á erlendu vinnuafli og fólksfjölgun hér á meðan ýmsar undirstöður samfélagsins vaxa ekki í sama takti.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01 Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Árin 2020 og 2021 komu mun færri ferðamenn hingað til lands en árin á undan vegna faraldurs kórónuveiru. Í fyrra fór sú þróun að snúast við og spáir ferðamálastofa því að á þessu ári muni 2,3 milljónir ferðamanna koma hingað til lands, sem er svipað og árið 2018. „Við erum komin að þolmörkum að mörgu leiti. Ekki bara gagnvart samfélaginu og vinnuaflinu og innviðunum heldur líka náttúrunni,“ segir Tryggvi Felixson formaður Landverndar og leiðsögumaður. Þó búið sé að bæta aðstöðu á mörgum vinsælum ferðamannastöðum sé það ekki nóg. Á þeim dögum sem flestir ferðamenn eru á ferli sé augljóst að fjöldinn er farinn að spilla að sumu leiti fyrir. „Það er þess vegna að við þurfum að gæta að þessu fjöreggi. Ferðamennirnir okkar eru besta auglýsingin og við viljum ekki spilla þeirra upplifun. Það er þeirra upplifun sem skiptir svo miklu máli og við viljum að þessi atvinnuvegur sé ekki bara góður í dag heldur líka í langa framtíð,“ segir Tryggvi. Sérstaða Íslands ekki síst friðsældin Ekki megi skemma möguleikann fyrir komandi kynslóðir til að nýta landið með þessum hætti. Eins sé hættulegt að setja öll eggin í sömu körfuna. „Það getur haft þær afleiðingar að við sinnum ekki öðrum þáttum efnahagslífsins nægilega vel. Við beinum of miklu fjármagni og vinnuafli að þessi geiri verði svo yfirmáta stór þannig ef eitthvað kemur fyrir, eins og gerðist í Covid, þá verði efnahagsáfallið enn meira,“ segir Tryggvi. „Sérstaða Íslands liggur í því að hér sé ekki allt fullt af ferðamönnum. Menn eru að upplifa stórkostlega náttúru en þeir þurfa líka að upplifa friðsæld og nálgast þá kyrrð sem við getum haft og góða upplifun í íslenskri náttúru.“ Innviðir ekki nógu sterkir til að taka á móti erlendu vinnuafli Það sé löngu tímabært að mörk séu sett og vöxturinn sé tempraður. „Nú vantar pólitískan vilja og styrk til að taka á þessu. Ég veit það er ekki auðvelt en ef við viljum halda þessum atvinnuvegi góðum um langa framtíð verðum við að gera það.“ Hvað ferðamannafjöldann varðar ríki stefnuleysi. „Þetta virðist bara vaxa og vaxa og menn stækka og stækka flugstöðina, eins og hún sé bara sjálfstæður heimur á Íslandi. Við eigum hana öll saman og eigum að fá að stýra henni saman,“ segir Tryggvi en segir að margt hafi tekist vel. „Afkastagetan hefur aukist, við erum að mennta fólk en fjöldinn vex of mikið og við þurfum að fá of mikla aðstoð erlendis frá og það hefur mikil áhrif á samfélagið,“ segir Tryggvi. „Við þurfum að taka vel á móti verkafólkinu, bjóða því góða heilbrigðisþjónustu, skóla og fleira. Það virðist vera sem þetta kalli á sífellt meiri krafta af okkar hálfu til að sinna þessum hluta ferðaþjónustunnar líka: Að sinna fólkinu sem kemur hingað og vill leggja sitt af mörkum til þess að við getum tekið vel á móti ferðamönnunum. Það er mjög mikill örvöxtur á erlendu vinnuafli og fólksfjölgun hér á meðan ýmsar undirstöður samfélagsins vaxa ekki í sama takti.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01 Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. 11. janúar 2023 13:01
Forstjóri Play spáir einu besta ári íslenskrar ferðaþjónustu Flugfélagið Play hyggst fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða í sumar og bætast þrettán nýir við. Þotum verður fjölgað úr sex í tíu og spáir forstjórinn því að þetta ár verði eitt það besta frá upphafi í íslenskri ferðaþjónustu. 10. janúar 2023 21:57